Skilmálar

Síðast uppfært þann 18. maí 2022

Eignarréttur

Í samræmi við 42. gr. laga nr. 75/1997 áskilur Makkland ehf, kt. 571210-0880 (hér eftir nefndur söluaðili / þjónustuaðili) (vsk nr: 106740) sér eignarrétt hins selda þar til kaupverðið er að fullu greitt og áskilur sér rétt til að taka hið selda til baka eða selja það nauðungarsölu með vísan til 4. tl. 38. gr. sömu laga. Kaupandi hefur kynnt sér samningsákvæði þetta og samþykkir eignarréttarfyrirvara söluaðila með móttöku hins selda.

Skilaréttur

Heimilt er að skila vöru innan 14 daga frá kaupdagsetningu, nema að annað sé tilgreint, sé varan í órofnum og upprunalegum umbúðum og innsigli hennar órofin. Við vöruskil skal sölukvittun framvísað. Skilaréttur á ekki við um útsöluvörur eða notaðar vörur. Við vöruskil er ávallt miðað við endanlegt söluverð á upphaflegum reikning. Falli vara undir skilarétt hefur viðskiptavinur val um að fá inneign eða endurgreiðslu nema að annað sé tilgreint. Sama gildir um vöruskil, þá er miðað við dagsetningu á póstlagningu vörunnar til Makkland ehf. frá viðskiptavin. Netfangið [email protected] meðhöndlar öll samskipti í sölu og vöruskilum.

Skilaréttur í vefverslun

Heimilt er að skila vöru keypta í vefverslun án þess að tilgreina ástæðu og hefur kaupandi 14 daga frá afhendingu vöru til að tilkynna fyrirætluð skil. Af lýðheilsusjónarmiðum og hreinlætisástæðum er ekki hægt að skila eftirtöldum vörum ef innsigli hafa verið rofin eða upprunalegar umbúðir opnaðar: AirPods, AirPods Pro, AirPods Max. Miðað er við afhendingadagsetningu þess aðila sem sá um lokaafhendingu vörunnar í hendur kaupanda. Til þess að nýta þennan rétt þarf kaupandi að skila inn ótvíræðri yfirlýsingu í tölvupósti senda á [email protected] eða að fylla út þar til gert eyðublað. 

Áhrif þess að falla frá samningi

Kjósi kaupandi að falla frá samningi um kaup á vöru í vefverslun er vara endurgreidd að fullu, ásamt kostnaði við afhendingu (að undanskildum viðbótarkostnaði ef kaupandi valdi annan afhendingarmáta en ódýrasta staðlaða afhendingarmáta sem seljandi býður upp á). Endurgreiðsla er framkvæmd með sama greiðslumiðli og kaupandi notaði í upphaflegu viðskiptunum. Endurgreiðsla fer fram án ástæðulausrar tafar en eigi síðar en 14 dögum eftir að ótvíræð tilkynning um að falla frá samning berst. Seljandi áskilur sér þó þann rétt að framkvæma ekki endurgreiðslu fyrr en vöru hefur verið sannarlega skilað.

Kaupandi er ábyrgur fyrir rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð annarri en þeirri sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni vöru. 

Kaupandi er ábyrgur fyrir skilum á vörunni og kostnaði við skilum á henni. Kaupandi hefur allt að 14 daga frá dagsetningu ótvíræðrar tilkynningar til að koma vörunni í hendur seljanda. Kaupandi getur skilað vöru í verslun á opnunartíma verslunar eða kosið að endursenda vöruna með viðurkenndum póstsendingaraðilum. 

Ábyrgðarskilmálar

Reikningur fyrir selda vöru og/eða þjónustu gildir sem ábyrgðarskírteini og hefst ábyrgðartími þegar búnaður og/eða þjónusta er innt af hendi/afhentur, eða við dagsetningu reiknings, hvort sem fyrr er. Framvísa skal, eftir bestu getu, reikning til staðfestingar ábyrgðar.

Ábyrgðarskilmálarnir í þessari yfirlýsingu, að því leyti sem lög leyfa, undanskilja ekki, takmarka eða breyta heldur eru til viðbótar lögbundnum réttindum sem gilda um sölu viðkomandi vöru. Ef um er að ræða sölu til fyrirtækis er tímamark til að bera fyrir sig galla á seldri vöru frá söluaðila 1 ár frá því að söluhlut var veitt viðtöku nema annað sé sérstaklega tekið fram. Í samræmi við lög um neytendakaup, nr. 48/2003 er þessi frestur tvö ár ef um er að ræða smásölu til neytenda.

Ábyrgð gildir einungis fyrir vélbúnað. Við ábyrgðarviðgerðir geta verið notaðir íhlutir úr öðrum vörum sambærilegir við nýja eða sem hafa verið í óverulegri notkun. Söluaðili hefur heimild til þess að endurgreiða gallaða vöru í stað þess að framkvæma viðgerð eða útskipti á vörunni. Söluaðili undanskilur sig allri ábyrgð á afleiddu tjóni sem leiða kann af bilun, svo sem endurvinnslu gagna, töpuðum hagnaði oþh. Notendur eru í öllum tilfellum ábyrgir fyrir öryggisafritun gagna. Hugbúnaður er seldur í núverandi ástandi án tilkalls til endurbóta og breytinga sem hugsanlega verða gerðar á honum, ekki undir neinum kringumstæðum verður söluaðili ábyrgur fyrir skaða sem notkun hugbúnaðarins kann að valda.

Ábyrgð tryggir ekki að búnaður verði laus við allar truflanir eða villulaus. Á líftíma vörunnar mun reynast nauðsynlegt að fylgja leiðbeiningum framleiðanda um uppfærslur. Ef úrlausn vandamáls felst í því að fylgja leiðbeiningum framleiðanda sem aðgengilegar eru almenningi mun vinna vegna þess ekki falla undir ábyrgð og er þá innheimt samkvæmt gjaldskrá.

Notuðum búnaði fylgir ekki ábyrgð, nema það sé sérstaklega tilgreint.

Ábyrgð á vélbúnaði fellur niður, ef:

  • Leiðbeiningum framleiðanda búnaðar og/eða söluaðila um hirðu, notkun, álag, íhluti eða viðhald er ekki fylgt.
  • Bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar.
  • Óviðkomandi aðili hefur opnað eða átt við búnað, breytt honum eða bætt við hann á einhvern hátt.
  • Bilun má rekja til þess að vélbúnaður hafi verið tengdur við ranga rafspennu.
  • Bilun stafar af rangri tengingu við rafkerfi eða netkerfi.
  • Bilun má rekja til óhæfra umhverfisþátta, svo sem ryks, hita- eða rakastigs.
  • Sé „Activation lock“ virkur á tæki og ekki afvirkjaður af hendi kaupanda við beiðni um skoðun vegna ábyrgðar og / eða galla.

Ábyrgð er ekki veitt á:

  • Búnaði, sem er skemmdur vegna rangrar notkunar, ytri ástæðna, rangra breytinga, rangs uppsetningarumhverfis eða skorts á eðlilegri þjónustu.
  • Búnaðar, þar sem auðkenni framleiðanda og raðnúmer hefur verið afmáð.
  • Galla, sem stafar af búnaði, er söluaðili ber ekki ábyrgð á.
  • Þjónustu við ranglega útfærðar búnaðarbreytingar.
  • Gögnum notenda.
  • Forritum og/eða hugbúnaði vöru utan stýrikerfis vöru.

Þjónustuaðili undanskilur sig allri ábyrgð á afleiddu tjóni sem leiða kann af hverskonar bilun vöru, svo sem endurvinnslu gagna, töpuðum hagnaði eða öðru tapi.

Sérstaklega varðandi viðgerðarþjónustu

Ábyrgðarskilmálar þessir gilda ekki um afhendingu á nýjum vörum í stað gallaðrar vöru sem seld hefur verið af öðrum aðilum en þjónustuaðila. Í þeim tilvikum sem þjónustuaðili móttekur gallaða vöru/r selda/r og/eða afhenta/r af öðrum en þjónustuaðila þá kemur þjónustuaðili fram sem milliliður og er ekki samábyrgur upphaflegum seljanda. Í slíkum tilfellum ber þjónustuaðili enga ábyrgð á hinni afhentu vöru og er ekki um sölu að ræða í skilningi laga nr. 48/2003 og eiga þau lög ekki við. Ábyrgðarskilmálar þessir rýra ekki eða takmarka rétt neytenda til að krefja upphaflegan seljanda um nýja afhendingu á grundvelli samningssambands þeirra á milli.

Þjónustuaðili ber einungis ábyrgð á framkvæmd þjónustuviðgerðar á afmörkuðum hluta hverrar vörur og framlengir þjónustuviðgerð því ekki ábyrgðartíma vörunnar í heild. Reikningur fyrir þjónustu og/viðgerð gildir sem ábyrgðarskírteini og hefst ábyrgðartími fyrir henni þegar þjónustan er innt af hendi, eða við dagsetningu reiknings, hvort sem fyrr er. Þjónustuaðili undanskilur sig allri ábyrgð á afleiddu tjóni sem leiða kann af bilun, svo sem endurvinnslu gagna, töpuðum hagnaði eða öðru tapi. Notendur eru í öllum tilfellum ábyrgir fyrir öryggisafritun gagna og forrita í tækjum sem óskað hefur verið eftir þjónustu á.

Viðskiptavini ber að afvirkja svokallaðan „Activation Lock“ ( t.d. „Find My iPhone – FMI“ ) á öllum búnaði sem óskað er þjónustu á. Sé „Activation Lock“ ekki óvirkjað af viðskiptavini við móttöku tækis er þjónustuaðila heimilt að rukka álagsgjald vegna þessa ofan á skoðunargjald, eða viðgerð, hvort sem við á. Sé „Activation lock“ ekki afvirkjaður er þjónustuaðila ómögulegt að þjónusta og/eða meta mögulega galla eða umfang viðgerða.

Þjónustuaðili áskilur sér rétt til að innheimta skoðunargjald samkvæmt gjaldskrá fyrir öll tæki sem óskað er eftir þjónustu á óháð því hvort tæki falli undir ábyrgðarskilmála eður ei eða viðgerð sé framkvæmd. Sé skoðunargjald ekki greitt áskilur þjónustaðili sér að halda eftir búnaði með tilvísun til laga nr. 42/2000.

Hafi viðskiptavinur fengið afhent lánstæki frá þjónustuaðila þá ber viðskiptavinur fulla ábyrgð á því að skila tækinu í sama ástandi og það var við upphaf láns. Ef tjón verður á lánstæki á lánstíma er þjónustaðila heimilt að krefja viðskiptavin um greiðslu fyrir viðgerð, eða útskiptum á viðkomandi tæki, skv. verðskrá þjónustuaðilaog mati þjónustuaðila á umfangi tjóns.

Hafi vara sem óskað hefur verið þjónustu á ekki verið sótt 14 dögum eftir tilkynningu um verklok (sem send er með tölvupósti og/eða SMS á símanúmer og/eða netfang sem var gefið upp við móttöku þjónustuvöru) áskilur þjónustuaðili sér rétt til að stofna bankakröfu á kennitölu viðskiptavinar. Greiðslufrestur fyrir þá kröfu er 15 dagar. Sé krafan ekki greidd getur þjónustuaðili eignað sér vöruna að fullu og selt upp í kostnað með tilvísun til laga nr. 42/2000.