Kæru viðskiptavinir

Við hjá Macland erum harmi slegin vegna þess gríðarlega tjóns sem varð í kjölfar brunans í Kringlunni síðast liðinn laugardag.

Macland er á þeim stað í Kringlunni sem fór verst út úr þessum atburðum og er tjónið gríðarlegt í verslun og á verkstæðinu okkar.

Síðustu daga höfum við lagt allt kapp á að verja hagsmuni viðskiptavina okkar, sem voru með tækin sín á verkstæði hjá okkur. Verkstæðið okkar er sérvottað af Apple og að öllu jöfnu með tugi viðgerða í gangi á hverjum tíma. Öll áhersla hefur verið lögð á að bjarga tækjum og persónulegum gögnum viðskiptavina. Unnið er hörðum höndum að því að greiða úr þeim málum, fara yfir sérpantanir og koma upplýsingum, eftir bestu getu, til viðskiptavina okkar.

Verslun og verkstæði Macland munu ekki vera opin um óákveðin tíma, eðli málsins samkvæmt, enda var öll okkar starfsemi og lager í þessu rými.

Við vinnum nú með fulltrúum tryggingafélaga og samstarfsaðilum okkar að því að meta tjónið og ákveða næstu skref. Mál viðskiptavina okkar, sem eiga mikil verðmæti og persónuleg gögn hjá okkur, ganga fyrir.

Við munum halda viðskiptavinum okkur upplýstum um málið og stefnum á að snúa sem fyrst aftur, sterkari en fyrr.

Við þökkum skilninginn og öllum sem hafa aðstoðað okkur á þessum skrýtnu tímum.

Kær kveðja,
Macland