Fyrirtækjasvið

Starfsmenn Macland hafa yfirgripsmikla þekkingu og mikla reynslu í þjónustu við fyrirtæki, rekstri kerfa og viðhaldi hjá kröfuhörðum fyrirtækjum, stórum sem smáum. Láttu sérfræðinga Macland sjá um að reka fyrir þig tölvukerfið þitt og einbeittu þér að því sem þú gerir best.

iPad, iPhone, netkerfi, Apple far- og borðtölvur, blandað umhverfi með Windows, afritun gagna, viðgerðir á staðnum. Við gætum lengi haldið áfram en þess þarf ekki því snillingarnir okkar sjá um að reka og viðhalda þínu tölvuumhverfi á hraðan og öruggan hátt.

Það er dýrt að vera með starfsmann sem getur ekki unnið sökum tæknivandamáls. Ekki sætta þig við bið eftir lausn á vandamáli sem sérfræðingar okkar leysa hratt og örugglega.

Fyrirtækjaþjónusta

 • Ráðgjöf

  Starfsmenn fyrirtækjaþjónustu Maclands hafa mikla þekkingu á rekstri margskonar tölvukerfa, og geta veitt aðstoð og ráðgjöf tengda þeim rekstri.

 • Skýjalausnir

  Ertu með gögnin í skýinu? Eða kannski ekki, en vilt koma þér og þínu fyrirtæki í skýið? Við þekkjum allar helstu skýjalausnir og getum veitt aðstoð og ráðgjöf varðandi slíkt.

 • Öryggi og afritun

  Gagnaöryggi og örugg gagnaafritun, þetta eru tveir afar mikilvægir þættir í rekstri fyrirtækja. Við þekkjum gagnaafritun og mikilvægi þess að þau séu framkvæmd reglulega, sjálfvirkt og séu örugg.

 • Tækjaumsjón

  Við bjóðum upp á heildarumsjón á öllum vélbúnaði og hugbúnaði hjá þínu fyrirtæki með MDM lausnum.

 • Vettvangsþjónusta

  Við komum á staðinn og veitum þjónustu og ráðgjöf.

Hafðu samband við fyrirtækjasviðið

This field is for validation purposes and should be left unchanged.