Við rekum vottað viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Apple (Apple Authorized Service Provider) í Kringlunni, þar sem við þjónustum öll nýleg Apple tæki og sinnum ábyrgðarþjónustu fyrir Apple Inc.

Allir okkar tæknimenn hafa fengið sérþjálfun fyrir þau tæki sem við þjónustum, sem og aðra þjálfun frá Apple.

Við eigum alla algengustu varahluti til á lager, en samband okkar við Apple tryggir okkur einnig fullt aðgengi að varahlutalager þeirra í Evrópu, sem sendir alla varahluti til okkar nær samstundis með hraðsendingum.

Móttakan er opin alla virka daga frá 10-18:30, Laugardaga 11-18 og Sunnudaga 12-17

Verðskrá

Þjónustutilkynningar

Apple gefur af og til út tilkynningar vegna þjónustu á tækjum með þekkta galla. Þessar tilkynningar taka fram hvaða tæki falla undir þjónustuáætlanir þeirra sem og skilyrðin sem gilda. Macland þjónustar flest tæki í þessum áætlunum. Kíkið við hjá okkur í Kringlunni í spjall um hvort þitt tæki eigi að kíkja í smá innlögn.

Skoða nánar

Algengar spurningar

Hafa samband við verkstæði

"*" gefur til kynna nauðsynlega reiti

This field is for validation purposes and should be left unchanged.