Þjónustu tilkynningar
Apple Watch Series 6
Apple hafa gefið út tilkynningu um þjónustuáætlun vegna takmarkaðs fjölda 40 mm Apple Watch Series 6 tækja sem kunna að slökkva skyndilega á skjánum. Tækin sem um ræðir voru framleidd á bilinu apríl 2021 til september 2021.
Þú getur kannað hvort þitt tæki falli undir þessa áætlun með því að slá inn raðnúmerinu á þessari síðu.
Ef tækið þitt á heima í þessari áætlun, kíktu til okkar í Kringluna og við setjum tækið í ferli.

iPhone 12 og iPhone 12 Pro
Apple hafa gefið út tilkynningu um þjónustuáætlun vegna takmarkaðs fjölda iPhone 12 og iPhone 12 Pro tækja með skyndileg hljóðvandamál. Þegar bilunin lætur á sér kræla kemur ekkert hljóð úr hátalaranum þegar hringt er í/úr símanum. Tækin sem um ræðir voru framleidd á bilinu október 2020 til apríl 2021.
Frekari upplýsingar má finna á þessari síðu.
Ef tækið þitt á heima í þessari áætlun, kíktu til okkar í Kringluna og við setjum tækið í ferli.

iPhone 11 Skjáskipti
Apple hafa gefið út tilkynningu um þjónustuáætlun vegna takmarkaðs fjölda iPhone 11 tækja þar sem snertifletir á skjá kunna að hætta að bregðast við snertingu. Tækin sem um ræðir voru framleidd á bilinu nóvember 2019 til maí 2020.
Frekari upplýsingar má finna á þessari síðu.
Ef tækið þitt á heima í þessari áætlun, kíktu til okkar í Kringluna og við setjum tækið í ferli.

AirPods Pro Skruðningar
Apple hafa gefið út tilkynningu um þjónustuáætlun vegna takmarkaðs fjölda AirPods Pro tækja þar sem kunna að koma fram hljóðvandamál. Tækin sem um ræðir voru framleidd fyrir október 2020.
Frekari upplýsingar má finna á þessari síðu.
Ef tækið þitt á heima í þessari áætlun, kíktu til okkar í Kringluna og við setjum tækið í ferli.
