Athuga stöðu á verkbeiðni

Spurt & svarað

Til þess að við getum þjónustað iPhone, iPad og nýrri Mac tölvur þarf að slökkva á Activation Lock / Find My. Hægt er að finna leiðbeiningar um hvernig slökkt er á Find My á iCloud.com hér.

Þú þarft ekki endilega að hafa aðgang að tækinu sjálfu til þess að gera það, en þú þarft að komast inn á Apple ID sem tengt er við tækið.

Leiðbeiningar á síðu Apple (á enskur): Ég hef aðgang að tækinuÉg hef ekki aðgang að tækinu, eða tæki er ónothæft

Ef þú veist ekki lykilorðið inn á Apple ID sem skráð er á tækið, þá getur þú reynt að endurstilla það hér.

Ef þú veist ekki Apple ID, eða getur ekki endurstillt lykilorðið þitt þá þarft þú að hafa samband beint við Apple. Við getum ekki, og höfum ekki heimild til þess að aðstoða í þeim tilvikum. Þú getur haft samband við Apple hér eða hringt í síma +1 800-MY-APPLE. Til að aflétta Find My af tæki þá þarft þú að geta veitt Apple kaupnótu fyrir tækinu, þar sem m.a. kemur fram raðnúmer eða IMEI númer tækis.

Ef þér er annt um gögnin þín, þá er ávallt mikilvægt að vera með afrit, óháð því hvort tækið sé að koma til okkar eða ekki.
Við viljum helst fá tækin til okkar núllstillt, þar sem oft þurfum við að núllstilla tæki í bilanagreiningarferlinu.
Ef þú ert ekki með afrit af gögnunum þínum, þá getum við reynt að afrita gögnin þín fyrir þig gegn gjaldi (sjá verðskrá hér að ofan).
Athugið að engin ábyrgð er tekin á gögnum, sjá nánar verkstæðisskilmála okkar hér.

Verkstæðið er til húsa í Kringlunni (2. hæð), 103 Reykjavík.

Við gerum við öll nýleg Apple tæki óháð því hvar þau eru keypt.
Öll Apple tæki hafa 1. árs ábyrgð sem gildir hjá okkur, sem og öllum viðurkenndum þjónustuaðilum Apple.

Ábyrgð raftækja dekkar ekki tjón sem hefur orðið á tækinu, heldur einungis bilanir sem ekki má rekja til illrar eða rangrar notkunar.
Ef þú ert tryggð/ur, þá getur þú kannað bótarétt þinn vegna tjónsins hjá tryggingafélaginu þínu.
Ef þú átt bótarétt, þá tilkynnir þú tjónið til tryggingafélagsins þíns, og getur svo komið með það til okkar og bókað inn þegar þú hefur fengið úthlutað tjónanúmeri frá tryggingafélaginu þínu.

Almennur biðtími á verkstæðinu er um 3 virkir dagar. Þarfnist tæki flýtimeðferðar þá er slíkt í boði gegn gjaldi, sjá verðskrá hér að ofan.
Við eigum alla algengustu varahluti til á lager, en komi til þess að við þurfum að panta varahlut í tækið þitt þá eru sendingar um 2-3 virka daga að skila sér eftir pöntun. Það myndi því skila sér í 5-6 virkum dögum í afgreiðslutíma á verkinu.

Við eigum alla algengustu varahluti til á lager, en samband okkar við Apple tryggir okkur einnig fullt aðgengi að varahlutalager þeirra í Evrópu, sem sendir alla varahluti til okkar nær samstundis með hraðsendingum.