Skilmálar

Síðast uppfært þann 12. júl 2021.

Eignarréttur

Í samræmi við 42. gr. laga nr. 75/1997 áskilur Makkland ehf, kt. 571210-0880 (vsk nr: 106740). sér eignarrétt hins selda þar til kaupverðið er að fullu greitt og áskilur sér rétt til að taka hið selda til baka eða selja það nauðungarsölu með vísan til 4. tl. 38. gr. sömu laga. Kaupandi hefur kynnt sér samningsákvæði þetta og samþykkir eignarréttarfyrirvara Makkland ehf. með móttöku hins selda.

Skilaréttur
Heimilt er að skila vöru innan 14 daga frá kaupdagsetningu sé varan í upprunalegum umbúðum órofnum og innsigli hennar órofin. Við vöruskil skal sölukvittun framvísað. Skilaréttur á hvorki við um útsöluvörur né notaðar vörur.

Ef vöru er skilað eftir að útsala er hafin er miðað við útsöluverð vörunnar nema að seljandi samþykki aðra verðviðmiðun.

Ábyrgðarskilmálar
Reikningur þessi gildir sem ábyrgðarskírteini skv. almennum reglum og viðteknum venjum fyrir ábyrgðarskyldar vörur, enda sé raðnúmer vöru tilgreint.

Ábyrgðarskilmálarnir í þessari yfirlýsingu, að því leyti sem lög leyfa, undanskilja ekki, takmarka eða breyta heldur eru til viðbótar lögbundnum réttindum sem gilda um sölu viðkomandi vöru. Ef um er að ræða sölu til fyrirtækis er tímamark til að bera fyrir sig galla á seldri vöru frá Makkland ehf. eitt ár frá því að söluhlut var veitt viðtöku nema annað sé sérstaklega tekið fram. Í samræmi við lög um neytendakaup, nr. 48/2003 er þessi frestur tvö ár ef um er að ræða smásölu til neytenda.

Ábyrgð gildir einungis fyrir vélbúnað. Við ábyrgðarviðgerðir geta verið notaðir íhlutir úr öðrum vörum sambærilegir við nýja eða sem hafa verið í óverulegri notkun. Makkland ehf. undanskilur sig allri ábyrgð á afleiddu tjóni sem leiða kann af bilun, svo sem endurvinnslu gagna, töpuðum hagnaði oþh. Notendur eru í öllum tilfellum ábyrgir fyrir öryggisafritun gagna. Hugbúnaður er seldur í núverandi ástandi án tilkalls til endurbóta og breytinga sem hugsanlega verða gerðar á honum, ekki undir neinum kringumstæðum verður Makkland ehf. ábyrgt fyrir skaða sem notkun hugbúnaðarinn kann að valda.

Ábyrgð tryggir ekki að búnaður verði laus við allar truflanir eða villulaus. Á líftíma vörunnar mun reynast nauðsynlegt að fylgja leiðbeiningum framleiðanda um uppfærslur. Ef úrlausn vandamáls felst í því að fylgja leiðbeiningum framleiðanda sem aðgengilegar eru almenningi mun vinna vegna þess ekki falla undir ábyrgð og er þá innheimt samkvæmt gjaldskrá.

Notuðum búnaði fylgir ekki ábyrgð, nema það sé sérstaklega tilgreint.

Ábyrgð á vélbúnaði fellur niður, ef:
• Leiðbeiningum framleiðanda búnaðar og Makkland ehf. um hirðu, notkun, álag, íhluti eða viðhald er ekki fylgt.
• Bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar.
• Óviðkomandi aðili hefur opnað eða átt við búnað, breytt honum eða bætt við hann á einhvern hátt.
• Bilun má rekja til þess að vélbúnaður hafi verið tengdur við ranga rafspennu.
• Bilun stafar af rangri tengingu við rafkerfi eða netkerfi.
• Bilun má rekja til óhæfra umhverfisþátta, svo sem ryks, hita- eða rakastigs.

Ábyrgð er ekki veitt á:
• Rekstrarvöru, þ.m.t. rafhlöðum.
• Búnaði, sem er skemmdur vegna rangrar notkunar, ytri ástæðna, rangra breytinga, rangs uppsetningarumhverfis eða skorts á eðlilegri þjónustu.
• Búnaðar, þar sem auðkenni framleiðanda og raðnúmer hefur verið afmáð.
• Galla, sem stafar af búnaði, er Makkland ehf. ber ekki ábyrgð á.
• Þjónustu við ranglega útfærðrar búnaðarbreytingar.
• Gögnum

Ábyrgðarskilmálar þessir gilda ekki um afhendingu á nýjum vörum í stað gallaðrar vöru sem seld hefur verið af öðrum aðilum en Makkland ehf. Í þeim tilvikum sem Makkland ehf. móttekur gallaðar vörur seldar og/eða afhentar af öðrum en Makkland ehf. skal það tekið fram að þá kemur Makkland ehf. fram sem milliliður og er ekki samábyrgur upphaflegum seljanda. Í slíkum tilfellum ber Makkland ehf. enga ábyrgð á hinni afhentu vöru og er ekki um sölu að ræða í skilningi laga nr. 48/2003 og eiga þau lög ekki við. Ábyrðarskilmálar þessir rýra ekki eða takmarka rétt neytenda til að krefja upphaflegan seljanda um nýja afhendingu á grundvelli samningssambands þeirra á milli.

Athugið
Rétt er að minna á að þegar óskað er eftir ábyrgðarþjónustu eða vöruskilum áskilur Makkland ehf. sér rétt til að krefjast framvísunar á frumriti reiknings fyrir kaupum á búnaðinum.

Skilmálar verkstæðis
Makkland ehf. áskilur sér rétt til að selja ósóttar þjónustuvörur á verkstæði séu þær ósóttar innan 90 daga frá móttöku þjónustuvöru.
Makkland ehf. undanskilur sig allri ábyrgð á afleiddu tjóni sem leiða kann af bilun, svo sem endurvinnslu gagna, töpuðum hagnaði oþh. Notendur eru í öllum tilfellum ábyrgir fyrir öryggisafritun gagna.