WWDC19 🤖

18. júní 2019

Nú á dögunum var haldin hin árlega WWDC ráðstefna í San Jose, (e. WorldWide Developers Conference). Þar safnast saman allir helstu smá-forrita framleiðendur, forritarar og Apple hausar til að kynna sér allt það nýjasta nýtt sem að Apple hyggst bjóða upp á næstkomandi haust. Ráðstefnan fer þannig fram að á fyrsta degi er haldið svokallað Keynote sem við ættum öll að þekkja, en það er á fyrsta degi ráðstefnunnar, síðan tekur við heil vika af kynningum og námskeiðum sem eru haldin af Apple.

 

Það sem við ætlum að gera er að fara yfir allt það helsta sem Apple kynnti á WWDC19. Þar voru kynnt til sögunnar ný OS stýrikerfi, allskonar eiginleikar fyrir hvert og eitt Apple tæki, og ný tölva svo að eitthvað sé nefnt. Það sem greip kannski mestu athyglina var að sjálfsögðu nýja Mac Pro tölvan. Já hún er geggjuð, já hún er ótrúlega dýr, og já… Hún lítur út eins og ostaskeri. Við vitum það, við þurfum ekki að fara nánar útí það, ég ætla bara að copy peista það sem ég skrifaði um hana þegar ég horfði á WWDC, gjörið svo vel.

 

 

Mac Pro: 
f*** dýrt
mikið flott
ostaskeri
standur ehv
RAM og gpu
arnold render?
hraðari en imac pro
getur renderað 12stream 4k video wow
verður alveg shhhh þótt þú sért að gera crazy
2TB ram
t2 chip
eða 4TB
já 4TB
12 thunderbolt
headphone jack 🙂
6000$ 🙁
40lbs

Það sem er ábyggilega hvað mest spennandi er iOS13 og með því erum við að fá uppfærslur sem við höfum aldrei séð frá Apple áður. Það er núna loksins komið sér stýrikerfi fyrir iPad og betra stýrikerfi í Apple Watch, einnig fáum við uppfærslu á Apple tv stýrikerfinu.

 

 

TvOs, (e. tvOS) fékk skemmtilega uppfærslu þar sem við fáum að sjá einskonar iOS kerfi í Apple tv, það hefur alltaf staðið eitt og sér útlitslega séð en lítur núna mjög fallega út og í samfloti með restinni af OS fjölskyldunni. Ný og endurbætt tónlistar upplifun var kynnt til leiks, þar sem þú getur hlustað á uppáhalds lögin þín, horft á myndbandið á sama tíma og sungið með textanum sem flýtur núna með á skjánum í eins konar kareoke fíling. Einnig eru stærri hlutir að gerast hjá Apple Tv þar sem að Apple er farið að framleiða sjónvarpsefni, sem mun bera heitir Apple Original Series, svipað eins og Netflix hefur tileinkað sér. Þetta er allt í kjölfarið á Apple TV Plus sem var kynnt fyrr í ár. Einnig kynntu þau nýjar og fallegar skjáhvílur af myndum sem eru teknar lengst niðrá hafsdýpinu. Það er spennandi 🙂

 

 

WatchOS fyrir Apple Watch er nú loksins að gefa úrinu fræga ennþá meira sjálfstæði. Til að byrja með erum við loksins að fara fá App Store í Apple Watch. Nú þarf maður ekki lengur að nota App Store í símanum og fá það þannig yfir í úrið. Nú getur maður einfaldlega sótt þau forrit sem maður getur notað í úrinu beint úr úrinu sjálfu. Það eru jákvæðar fréttir, og vonandi fær úrið enn meira sjálfstæði í náinni framtíð. Það sem er líka gríðarlega skemmtilegt er að Apple bætti við hinum og þessum heilsufídusum í úrið, þar sem að þetta er nú vinsælasta „sport“ úr í heimi, og nákvæmasta (sjá link), en nú mælir úrið desibel. Það lætur þig vita hversu mikill hávaði er í kringum þig ef þú ferð á háværan stað með nýja Desibel Warning System, og þú færð nákvæma lýsingu með því hvort að hávæðin sé skaðlegur fyrir eyrun þín eða ekki.

Apple bætti við ennþá betri fitnes tracker, eða Activity Tracker, þar sem maður getur fylgst ennþá betur með hreyfingunni sinni yfir langan tíma og borið síðan saman daga. Einnig fékk Siri stóra uppfærslu með úrinu, hún getur núna baðað á þér tærnar og keyrt börnin í skólann. Nei, djók. Það væri kúl. Hún getur hinsvegar núna fundið út úr því hvaða lag er að spilast í kringum þig með því að lyfta úrinu og spyrja „What song is this“ þá finnur hún það út með hjálp frá Shazam, og hún getur núna með þessari uppfærslu svarað fleiri spurningum sem eru internet tengdar, eða þar sem að svörin þarfnast net-tengingar. Það sem að mér persónulega finnst hins vegar mest spennandi, eða flottasta uppfærslan af þessum öllum er að nú geta konur fylgst með tíðarhringjunum sínum í gegnum Cycle Tracking. Það er nýtt app í Apple úrinu sem virkar samskonar eins og Flo appið, en þar getur maður fylgst með hverjum og einum degi, og séð hvað er langt í næstu blæðingar, egglos og almennt séð hvar maður stendur á hverjum degi. Já og við fáum fleiri ólar.

 

 

iPadOS er ábyggilega mesta snilldin í þessu öllu saman. Ég persónulega er hræddur um að þetta muni gera skóla- og „ritvinnslu“ fartölvuna tilgangslausa. iPadOS er að fara rúlla svo mörgu út að ég veit nánast ekki hvar ég á að byrja. Til að byrja með notar skjárinn núna minna pláss í öpp (e. tighter app grid). Þú getur haft öppin og notification center núna á sama stað og notað iPadinn þannig. Slide over og split view er nú orðið miklu þægilegra til að flakka á milli appa (smá forrita?, ég ætla að segja app og öpp í þessu bloggi). Einnig er núna hægt að vera með nokkra glugga eða „tabs“ opna í einu frá sama forritinu, t.d. ef þú ert að skoða e-mailið þitt, þá geturðu svarað e-maili hægra megin og skoðað önnur e-mail hægra megin, þú getur verið að lesa úr notes vinstra megin, og verið að teikna inná annað note hægra megin. Multi Tabs!

Það sem heillar mig mest við iPadOS er „Sidecar“. Nú geturðu notað iPadinn sem aukaskjá fyrir tölvuna þína, með snúru og þráðlaust. Þetta er fullkomið fyrir þá sem eru að teikna, iPadinn er núna loksins orðinn eins og fullkomið teikniborð og virkar með teikni forritum í tölvunni. Penninn er einnig orðin mun hraðari, en hann fór úr 20ms niður í 9ms, sem er rosalegur hraði. Þeir sem skrifa mikið á lyklaborðið á iPad fá skemmtilega uppfærslu á lyklaborðinu loksins, en maður getur tekið það og minnkað og fært um allan skjáinn og þarf því ekki að hafa það þvert yfir allan skjáinn, það flýtur núna einfaldlega yfir því sem þú skoðar, og svo geturðu breytt því tilbaka þegar þú vilt.

Safari í iPadOS fékk líka stórkostlega uppfærslu. Maður skoðar ekki lengur mobile Safari, heldur fáum við desktop Safari (muni þið hvað ég sagði áðan með fartölvuna). Með því fylgir einnig download manager, en nú getur maður downloadað af Safari eins og í tölvunum, og séð yfirlit yfir þau download. Pages og notes fengu þann eiginleika að maður getur gert enn fallegri og skemmtilegri verkefni eða kynningar. Fleiri letur og uppsetningar, og maður getur meira að segja sótt fleiri fonts í gegnum safari núna með nýja download manager. Rúsínan á pylsuendanum í þessu öllu saman er nú samt að maður getur nú loksins sett usb eða flakka í iPadinn og skoðað allt sem er þar inná í files. Það eru fréttir.

 

 

Apple kynnti til leiks nýjan skjá með nýju Mac Pro tölvunni. Hann er ótrúlega dýr en hreint út sagt magnaður. Ég veit ekki alveg hvernig framtíðin verður hjá þessum skjá hjá okkur í Macland, eða okkur hér á Íslandi. Eflaust munu einvherjir fá sér hann, og ég eigilega vona það, mig langar að horfa í sálina á þessum 6k skjá og leyfa honum að stara í sálina á mér. En fyrst að hann er rosalega dýr og í svipuðum flokk og Mac Pro tölvan sjálf, þá fái þið bara sama og með hana, copy-paste frá nótunum mínum.

Pro Display XDR:
1.000.000:1 CR
32”
218ppi
truetone
3thunderbolt
líka dýrt 🙁
enginn standur 🙁
ekki myndavél
ekki speakers
ekki faceid
bara pixlar og ehv
6k 🙂

 

Þetta eru allt stórar fréttir úr Apple heiminum, og við erum gríðarlega spennt fyrir þessu öllu saman, það verður mikil gleði í haust þegar þessar uppfærslur fá að líta dagsins ljós, en hingað til nýtum við sólina sem við erum að fá áður en við læsum okkur inni í fimm mánuði að prufa allar nýjungarnar. Við munum fara nánar útí iOS13 í öðru bloggi, svo fylgist vel með!

 

 

 

 

 

 

Fleira skemmtilegt