Vörur sem breyta lífinu

8. febrúar 2019

Vörur sem hafa breytt lífi okkar á einn eða annan hátt!
Þær eru margar og hér fyrir neðan gaf ég landsmönnum Maclands tækifæri á að henda á mig 1-2 setningum hvað varan hefur gert fyrir þau.

Hafþór er fyrsti viðmælandi minn og hefur ekki hætt að tala um hvað nýja garðyrkjugræjan hans hefur gert mikið fyrir líf hans á stuttum tíma!
Hér geturu verslað Click&Grow, til í tveimur stærðum og einnig allskonar áfyllingar.

Hafþór: „Eini ókosturinn við þessa vöru er hvað hún lýsir allsvakalega upp heimilislífið og lífgar aðeins of mikið upp á það á sama tíma“

Konráð er sá sem ég greip næst og fékk að heyra hans skoðun á þessum margslungna þungavitgtar hátalara
Hér geturu verslað Thonet&Vander

Konráð: „Ef þú hefur ekki hlustað á nýju Flóna plötuna þá skaltu bíða með það, kíkja í Macland, kaupa þennan hátalara og svo hlusta“

Sólveig er í næsta rými en skrapp í mat, svo ég náði ekki tali af henni fyrr en nú en vá hvað hún er hamingjusöm með símann sinn
Hér geturu verslað iPhone Xs Max

Sólveig: „Ég hef verið í margra ára sambandi, en okkur til skemmtunar kíkjum við á Tinder inn á milli og ruglum aðeins í lýðnum, aldrei hefur það verið jafn skemmtilegt og í glænýjum iPhone Xs Max“

Kristinn mætti klukkan 14:00 í dag svo ég greip hann strax um leið og hann stimplaði sig inn og spurði hann út í tölvuskjáinn hans
Hér geturu verslað LG 27″ 4K IPS LED skjáinn góða

Kristinn: „Það var ekki fyrr en ég keypti þennan skjá þar sem ég gat af alvöru farið að vinna í myndvinnslu án þess að vera með gleraugun á mér, fyrir mér er þetta kraftaverki líkast“

Ísak er seinasti jólasveinninn sem kom til byggða, jólin eru nefnilega alltaf í Febrúar í Maclandi, allt annað tímabelti og hafði hann þetta að segja
Hér er beinn hlekkur í dótabúðina

Ísak: “Ég hef ekki unnið hérna nógu lengi til að hafa haft tíma til að velja á milli allra þessara skemmtilegu vara sem hafa gefið lífi mínu tilgang, þannig ég keypti allt og íbúðin mín er kölluð Macland 2”

Máni er svo einn okkar allra besti maður þó svo ég segi sjálfur frá og þegar ég talaði við sjálfan mig þá var þetta það fyrsta sem kom upp í huga minn
Hér er beinn hlekkur á bílinn hans Mána

Máni: „Stundum finnst mér ótrúlegt að ég fái að ganga um sem frjáls maður hér um þessar Maclands dyr á hverjum degi án þess að það bíði mín uppsagnarbréf  á skrifborðinu, en ætli það sé bíllinn minn sem fær yfirmennina til þess að ríghalda í mig?“

 

Fleira skemmtilegt