Verkstæðið er komið heim

20. janúar 2022

Eftir stutta, en virkilega ánægjulega, viðveru í Ármúlanum hefur verkstæði Macland verið flutt undir sama þak og ný og glæsileg verslun okkar í Kringlu.

Upphaflegt markmið var að flytja bæði verslanir og verkstæði á sama tíma í Kringluna en veiran skæða hafði sín áhrif og til að tryggja öryggi starfsmanna og að þjónustustig gæti haldist ásættanlegt var ákveðið að bíða með flutning þar til í janúar.

Dagurinn rann svo loksins upp nú síðasta mánudag 17.janúar. Verkstæðið er komið heim og við erum tilbúin að taka á móti viðskiptavinum með nýstandsett og glæsilegt vottað Apple þjónustuverkstæði.

Á næstu vikum munum við kynna nýjar og spennandi lausnir í þjónustuframboði Macland, þangað til viljum við bjóða ykkur hjartanlega velkomin í heimsókn í Kringluna og ef þið komist ekki í heimsókn þá minnum við á að hægt er að nálgast verðskrá, skrá tæki í viðgerð og alls kyns annað skemmtilegt á Þjónustuvefnum okkar.

Macland er Apple Authorized Service Provider og notast eingöngu við viðurkennda varahluti frá Apple.

Fleira skemmtilegt