fbpx

Apple HomePod Mini

Vörunúmer: my5g2ll/a

HomePod Mini er nýjasti hátalarinn frá Apple. Þó svo hann sé „mini“ þá eru hljómgæðin upp á tíu. Hægt er að para saman tvo HomePod Mini og nýta sem stereo hljóðkerfi á heimilinu


Hreinsa

Fullur af nýjungum býr HomePod Mini yfir breiðum og miklum hljóm miðað við hátalara af sinni stærð. Hátalari sem tekur lítið sem ekkert pláss en sér til þess að herbergið fyllist af hljóm. Hljóðið berst til allra átta með 360 gráða hljómburði hátalarans, hljómar stórkostlega hvar sem þú ert í herberginu.

 

Hvað gerir HomePod Mini stórkostlegann?

Apple hannaði driver sem notast við kraftmikinn „neodymium“ segul til að skila hágæða bassa en af sama skapi tærum háum tíðnum. Uppruni hljóðsins er úr botni hátalarans sem leitar upp og skapar um leið 360 gráðu hljóðsvið sem er alltaf jafn gott sama hvar þú ert í herberginu. Hin örlitla en kraftmikla Apple S5 flaga stýrir hljómflutningi HomePod Mini og passar upp á að sama hversu hátt þú hækkar í hátalaranum færðu alltaf hljóm sem eyru okkar elska! Þó svo að HomePod Mini sé lítill þá er bassinn einstaklega mjúkur og þykkur. Fjórir míkrafónar vinna saman til að einangra ákveðin umhverfishljóð til þess eins að hlusta á eftir „Hey Siri“. Þegar mikill hávaði er umhverfis HomePod Mini og tónlistin hátt stillt þarftu hvorki að lækka eða færa þig nær honum, HomePod Mini heyrir í þér.