Svartur Föstudagur & Sýrður Mánudagur

Skrifað þann af Gunnar Máni Arnarson

Guð Blessi Macland.

Með þessum orðum ætla ég að hefja kynningu á tilboðum okkar sem munu vera frá og með deginum í dag alveg út mánudaginn eða svokallaðann “Cyber Monday” eða eins og við köllum hann “Súri Mánudagurinn”

Þrír afsláttarkóðar í * vefverslun * 

“stevejobs5” er sá fyrsti sem við kynnum til leiks. Hann gefur þér 5% afslátt af öllu því sem Steve Jobs elskaði hvað mest í lífinu, Apple vörur. Þú getur nýtt hann þegar þú verslar þér iPhone, MacBook, iMac, iPad, Apple Watch og Apple TV. Hann ákvað reyndar að gefa þér 5% afslátt af Playstation 4 Pro 1TB – Fortnite bundle

SÉRSTAKUR SÍMA AFSLÁTTUR Á:
iPhone XS 256GB Silver fer í 176.990 kr.
iPhone XS 256GB Gold fer í 176.990 kr.
iPhone XS MAX 256GB Silver fer í 194.990 kr.
*Fastur afsláttur, virkar ekki að nota “stevejobs5” á þessar þrjár týpur.

“stevejobs15” er næstur í fjölskyldunni. Honum finnst gaman að gefa og gefur hann þér algjört frelsi til þess að vafra um í vefversluninni okkar með 15% afslátt í farteskinu og kaupa hvað sem er fyrir utan þær vörur sem flokkast undir “stevejobs5”. Þarna mæli ég alveg hiklaust með því að kíkja í flokkinn okkar sem heitir þriggja stafa orðinu Jobs! Úps það eru fjórir stafir(Við í Macland erum ekki þekktir fyrir það að vera góðir með tölur…) En vá kíktu í flokkinn okkar “Jól” og einfaldlega kláraðu jólainnkaupin! Þar er að finna til dæmis: Airpods, Bose hljóðvörur, Retro leikjatölvur og fullt af öðru skemmtilegu til þess að gleðja þína nánustu! *Gildir einnig fyrir Apple fylgihluti eins og símahulstur, hleðslutæki og margt fl.

“stevejobs25” er sá elsti og þyngsti í fjölskyldunni. Hann hefur sjaldan látið mikið fyrir sér fara nema
svona rétt fyrir mánaðarmótin nóvember/desember, oft kallaður týndi sonurinn og betur þekktur sem fjórtándi jólasveinninn. Hann er mikill hippi líkt og sjálfur SJ(betur þekktur sem fímmtándi jólasveinninn) var á sínum yngri árum og ELSKAR Bob Marley(lítið sem ekkert þekktur sem Sting). Hann gefur þér því 25% afslátt af Marley vörunum okkar! Sem er líklega það besta sem hægt er að hugsa sér þegar kemur að hljóðvöru á sanngjörnu verði.

S.J. Við tökum svo að sjálfsögðu vel á móti þér í verslunum okkar á Laugavegi og í Kringlu og það er aldrei að vita hvort þar leynist eitt og annað á ofurafslætti…

Guð Blessi SJ

Þessi grein er merkt: Blogg