Sumarið er tíminn!

5. júlí 2019

Hvað er að frétta í Macland?

Við erum nýlega búin að fagna 1 árs afmæli Macland í Kringlunni og erum við afar þakklát fyrir viðskiptavini okkar sem tóku okkur fagnandi, án ykkar værum við hvorki þar né á Laugavegi. Sumarið einkennist af veðri, góðu verði og öryggisverði Kringlunnar, sem fær mig til að hugsa, afhverju er ekki öryggisvörður á Laugavegi? Lögreglustöðin er jú á Hverfisgötu, ætli það sé nóg?

https://old.macland.is/flokkur/sumarvorur/

Ef þið eigið allar mögulegar Apple vörur sem eru flaggskipsvörur Maclands þá erum við líka að selja Nocco á 269 kr. sem er gjöf en ekki gjald! Ásamt Nocco erum við með helling af skemmtilegum vörum í sumarvöru flokknum okkar og í „dótabúðinni“. Vorum að taka inn Rega Planar plötuspilaranna sem eru þeir allra bestu á íslenskum markaði(okkar einlæga mat). Ásamt því að vera með AirPods, Bose, Beats og Sony höfum við haldið tryggð við Marley vörumerkið sem hefur orðið sífellt vinsælla hérlendis bæði vegna gæða og umhverfisvænna sjónarmiða, Marley er orðið gríðarlega stórt í löndum eins og Hollandi, Þýskalandi og Bretlandi. Fullt af nýjum Marley vörum eru væntanlegar fram að jólum svo haldið ykkur fast, spennið sætisbeltin því slysin gera ekki boð á undan sér!

Við munum setja af stað í næstu viku gjafaleik, þar sem gefin verður Marley hátalari og verður sigurvegari dreginn út fyrir verslunarmannahelgina svo hægt verði að hlusta á tónlist á milli tónleika í Eyjum, Innipúkanum eða hvar sem er! Fylgist með bæði á Facebook síðu Maclands og Instagram síðu Maclands.

*SÉRDÍLL*

EF þú kaupir fulluppfærðann iMac Pro sem kostar ekki nema 2.000.000 plús þá ætlar okkar einlægi Caleb Johnson sem var intern hjá okkur seinasta sumar að gefa þér tvo kassa af Nocco.

kkv.

Mac Mini vélin á bakvið bláu hurðina á Laugavegi 23

Fleira skemmtilegt