Office fyrir Mac 2016 í prufuútgáfu ókeypis!

5. mars 2015

Já þú last það rétt, Microsoft ákvað í dag að bjóða Office fyrir Mac, sem er væntanlegt seinna á árinu, frítt í prufuútgáfu. En athugið, þetta er prufuútgáfa/beta þannig að einhverjir hnökrar eru mjög líklegir. Það er samt alltaf gaman að fá eitthvað frítt og því fögnum við þessu útspili Microsoft.

Núverandi útgáfa af Office fyrir Mac kom út árið 2010 og heitir því skemmtilega nafni Office for Mac 2011. Retina stuðningur er ekki til fyrirmyndar á þeim bænum en búið er að bæta hressilega úr því í Office 2016 fyrir Mac.

Microsoft mun uppfæra Office þar til áætluð útgáfa í haust á sér stað. Þannig að í raun ættirðu að geta notað Office frítt næstu mánuði a.m.k. sem er vissulega frábært.

Fyrir mörg ykkar sem lesið þetta þá hefur Apple að sjálfsögðu boðið upp á iWork (Pages, Keynote og Numbers) síðan OS X Maverics 10.9 kom út árið 2013. Svo er hægt að minnast á Google Drive sem er einnig ókeypis lausn til að stunda þessa helstu gagnavinnslu.

Hér er hægt að sækja Office fyrir Mac 2016 og hér að neðan eru nokkur skjáskot

office-2016-for-mac-preview

macbook_powerpoint_2x-e1425503529253

word powerpoint excel

Fleira skemmtilegt