Nýjar vörur

Skrifað þann af Hörður Ágústsson

Nýlega kynnti Apple uppfærslu á iPhone, Apple Watch og Apple TV. Algengasta spurningin sem við fáum þessa dagana er : „Hvenær kemur þetta!“

Í stuttu máli erum við byrjuð að taka við forpöntunum á Apple TV 4K. Þeir sem greiða pöntunina munu ganga fyrir þegar fyrstu sendingar koma.

Þú getur pantað Apple TV 4K með því að smella hér.

Apple Watch Series 3 er væntanlegt í lok mánaðar/byrjun október en forpöntun er ekki komin af stað. Forsala hefst 22.september kl. 00:01 (rétt eftir miðnætti næstkomandi fimmtudagskvöld)

Svo er það iPhone 8 og iPhone 8 Plus. Forsalan hefst einnig 22.september kl. 00:01 (rétt eftir miðnætti næskomandi fimmtudagskvöld).

Þar sem eftirspurnin er gríðarlega mikil eftir þessum vörum þá munum þeir sem greiða fyrir pantanir ganga fyrir þegar fyrstu sendingar koma.

Fylgist vel með á Twitter og Facebook. Við hlökkum til að segja ykkur meira.

Þessi grein er merkt: Blogg