Ný vefsíða komin í loftið

3. október 2014

Vá. Síðan 2009 höfum við uppfært heimasíðuna í heil 3 skipti. Síðast haustið 2011 þegar einn stofnenda Macland, Hermann Fannar Valgarðsson, fékk nóg og barði í gegn uppfærsluna sem við vorum að skipta út. Aukin notkun snjallsíma og spjaldtölva (iPhone og iPað auðvitað) hefur ýtt undir þá þörf að gera macland.is að „responsive“ síðu. Um helmingur heimsókna í dag koma í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvur. Gamli vefurinn var alls ekki hannaður með tilliti til þess en því fögnum við gríðarlega í dag, 3.október 2014 að geta opnað nýjan Macland.is, sama dag og við opnum nýja Maclandið okkar á Laugavegi 23.

Nýi vefurinn er eins og áður segir hugsaður fyrir allar gerðir tækja og tóla og mun þróun hans halda áfram á næstu vikum.

Snillingarnir hjá Avista sáu um hönnun og forritun síðunnar. Þökkum þeim kærlega fyrir samstarfið og hlökkum til að vinna áfram með þeim.

logo-square

 

 

Hér má sjá skjáskot af gamla vefnum fyrir þá sem eru í nostalgíuham.

Screen Shot 2014-10-02 at 20.57.56

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira skemmtilegt