Mous hulstrin koma í veg fyrir stórslys!

Skrifað þann af Gunnar Máni Arnarson

Vitandi það að við fáum marga viðskiptavini í hverri viku með brotna skjái langaði mig að henda í örstutta bloggfærslu um Mous hulstrin. Það getur verið blóðugt fyrir veskið að brjóta skjá á iPhone og því höfum við verið að taka inn hulstrin frá Mous fyrir flestar tegundir iPhone. Hulstrin eru hönnuð til að þola mikið högg og einnig fall úr mikilli hæð. Þetta getur hljómað vel fyrir þau ykkar sem eiga það til að missa símann sinn og hafa þurft að skipta um skjá á símanum sínum oftar en einu sinni og oftar enn tvisvar. Þetta getur líka hljómað vel fyrir þau ykkar sem aldrei hafa brotið skjáinn á símanum sínum en vilja fyrirbyggja að slíkt gerist. Þrátt fyrir allt það sem hulstrin þola eru þau í nettara lagi og virka að sjálfsögðu með þráðlausum hleðslumottum. Það er meðal annars notað sama efni í gerð þessara hulstra og er notað í skjöld óeirðarlögreglunnar útum allan heim.

Smelltu hér til að versla þitt Mous hulstur og vertu vel varin fyrir jól og áramót!

 

Þessi grein er merkt: Blogg