Macland og Landssamband eldri borgara (LEB)

16. mars 2020

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara (LEB), talaði hreinskilið um félagslega einangrun og samskipti á blaðamannafundi vegna COVID-19 nýlega. Hún beindi orðum sínum til okkar sem yngri erum og hvernig við getum aðstoðað eldri borgara landsins við að halda samskiptaleiðum opnum. Sérstaklega talaði hún um  hvernig tæknin getur aðstoðað þar.

Landssamband eldri borgara gaf nýlega út bæklinginn „Einfaldar leiðbeiningar á iPad spjaldtölvur“ og mun Macland aðstoða LEB við að dreifa bæklingnum. Hann verður seldur á kostnaðarverði, 1.000 kr. og bjóðum við þeim sem ekki hafa tök á að koma til okkar á Laugaveg 23 eða í Kringluna, að nýta sér ókeypis heimsendingu með Póstinum.

Einnig þá mun eintak af „Einfaldar leiðbeiningar á iPad spjaldtölvur“ fylgja með öllum seldum iPad, iPhone eða tölvu í Macland. Þú þarft ekki að vera eldri borgari til að fá þessa gjöf frá okkur heldur hvetjum við þá sem versla hjá okkur iPad, iPhone eða tölvu að gefa nákomnum ættingja eða vin eintakið sem fylgir.

Við hvetjum alla eldri borgara, sem og aðra notendur af iPad, iPhone eða Apple tölvum til að kíkja á okkur í kaffi í Kringluna eða á Laugaveg 23. Starfsmenn okkar geta aðstoðað þig með að athuga hvort stillingar fyrir FaceTime mynd- og/eða hljóðsamtöl sé rétt uppsett, Skype, FaceBook og svo frv.

Hlökkum til að sjá þig!

Þetta er fyrsta skrefið í vonandi enn betra samstarfi Macland og Landssambandi eldri borgara og hlökkum við til að rækta það enn frekar.

Þú getur smellt hér til að kaupa eintak af „Einfaldar leiðbeiningar á iPad spjaldtölvur“

 


Tilkynning frá Landssambandi eldri borgara

„LEB hefur fundið fyrir vaxandi þörf margra eldri borgara sem ekki hafa verið tölvuvæddir að hafa handhægt kennsluefni sem myndi nýtast þeim til að komast í rafrænt samband við umheiminn.

Enda er tölvulæsi orðið ómissandi þáttur í ýmsum samskiptum, hvort sem er manna í millum eða við opinberar stofnanir. Tölvur eru í mismunandi formum: Borðtölvur, spjaldtölvur, fartölvur… Jafnvel nýjustu símar eru orðnir fyrirtaks tölvur.

Í haust réðst LEB í að vinna að málinu og fékk Oddnýju Helgu Einarsdóttur til að taka saman kennsluefni, í sitt hvort ritið, fyrir Ipad annars vegar og Androit stýrikerfi hins vegar. Androit er í nánast öllum tölvum sem ekki eru af Ipad gerð.

Kennsluefnið er í bæklingum af A4 stærð og ríkulega skreyttir leiðbeininga myndum. Þar er farið skref fyrir skref um ýmsa grunnþætti spjaldtölvunnar, eins og t.d.: Almenn virkni, Uppsetning, Skjárinn, Lykilorð, Stöðuborð, Lyklaborð, Að skipta um bakgrunn, Tengjast interneti, Myndavél, Vafri, Sækja forrit, Tölvupóstur, Facebook, Kort, Uppfærslur…“

 

 

 


 

Fleira skemmtilegt