MacBook Air og MacBook Pro upplýsingar!

Skrifað þann af Hörður Ágústsson

Það rignir fyrirspurnum yfir starfsfólk Macland varðandi MacBook Air og MacBook Pro 13″ sem Apple kynnti nýverið.

Því fannst okkur tilvalið að setja þær upplýsingar sem við höfum á heimasíðuna okkar og jafnvel á samfélagsmiðla líka.

MacBook Air
Væntanleg á fyrstu 2 vikunum í maí. Greiddar pantanir ganga fyrir og svo áætlum við að hún verði komin á lager í einhverju magni í lok maí.

Þú getur pantað eintak hér og við höfum samband um leið og þín tölva kemur í hús hjá okkur.

MacBook Pro
Væntanleg í maí, en enn engar upplýsingar komnar með verð eða komutíma.

Munum setja vöruna inn á vefverslunina okkar hér, um leið og við fáum betri upplýsingar

Þessi grein er merkt: Blogg