Kynnum til leiks…(Bráðlega)

19. janúar 2023

MacBook Pro

Apple var að kynna uppfærslu á MacBook Pro 14″ og 16″ – Þar ber helst að nefna uppfærslu á örgjörvum, M2 Pro og M2 Max. Líkt og fyrri kynslóð er hægt að leika sér heilmikið með þessa örgjörva. M2 Pro með allt að 19-kjarna GPU með möguleika á allt að 32GB sameinuðu minni á meðan M2 Max allt að 38-kjarna GPU og 96GB sameinuðu minni. Þetta er það sem ég myndi kalla mulningsvélar sem koma þér í gegnum allt sem verður á vegi þínum. Geymslupláss er frá 512GB upp í 8TB eins og þekkst hefur með eldri kynslóð.

Apple hefur staðfest að þessi tæki bjóði upp á allra lengstu rafhlöðuendingu sem þekkst hefur á forverum þessara tækja eða allt að 22klst! Uppfærsla á HDMI stuðningnum og WiFi. WiFi 6E sem styður allt að helmingi hraðari nettengingu en áður og HDMI 2.1 standard sem styður 8K upplausn upp að 60Hz og 4K upplausn upp að 240Hz

Mac mini

Mac mini fékk einnig skemmtilega uppfærslu sem snýr fyrst og fremst að því að koma henni úr M1 í M2. Það sem gleður okkur sem elskum Mac mini er að hún er ekki bara fáanleg með M2 örgjörva heldur líka M2 Pro! Þetta veitir þér þann möguleika á að flakka með býsna öflugt box heimshorna á milli með allt að 19-kjarna GPU og 32GB sameinuðu minni. Við gætum ekki verið spenntari fyrir því að fá þessa skemmtilegu vél til okkar.

Búist er við því að bæði Mac mini og MacBook Pro muni líta dagsins ljós hér á klakanum seint í febrúar!

M2 Pro og M2 Max

M2 Pro er 30% meiri afkastagetu í grafík en M1 Pro og er til að mynda Photoshop vinnsla allt að 40% hraðari en á fyrri kynslóð. M2 Max veitir þér 6x meiri hraða en Intel vélarnar gerðu þegar kemur að því að Rendera í Cinema 4D og 30% hraðari en M1 Max vélin var. Color Grading í DaVinci Resolve er t.d. allt að 30% hraðara en það var í M1 Max

Það er þess vegna sem við viljum meina að það séu engar takmarkanir þegar kemur að því að nota MacBook Pro árið 2023!

Fleira skemmtilegt