iPhone SE

Skrifað þann af Ísak Róbertsson

Nú fer að líða á sumar og um það bil 6 mánuðir síðan að við fengum síðast nýjan iPhone. Við erum að verða vitlaus á biðinni.

Nýr iPhone spyrji þið? Já splunkunýgamall iPhone SE er að fara detta í verslanir núna bráðum og við gætum ekki verið spenntari. Það sem er sérstakt við þennan iPhone er að hann tekur allt það besta úr iPhone 11 Pro og pakkar því saman í bestu og uppáhalds iPhone stærð allra. Gamli góði 4,7″ skjárinn er kominn aftur.

Nú munu allir sem þrá iPhone 11 Pro en vilja ekki “brjóta bankan” geta fengið sér iPhone SE.

Horfðu á og taktu upp 4K myndbönd, alveg eins og í iPhone 11 Pro, ferðastu um á ljóshraða með A13 örgjörvanum, alveg eins og í iPhone 11 Pro, notaðu portrait mode fyrir ljósmyndir, alveg eins og í iPhone 11 Pro, notaðu fingrafarið til að opna, ekki eins og iPhone 11 Pro. Home sweet Home button.

Síminn er minni og nettari en iPhone 11, og 11 Pro týpurnar. Hann er léttur og lipur, en er fullkomlega fær í öll þau sömu verkefni sem 11 týpurnar gera. iPhone SE kemur í þremur litum. Svörtum, Hvítum og hinum glæsilega Product RED rauðum.

iPhone SE er væntanlegur í lok Apríl. Þangað til þá, verið dugleg og flott og hafið gaman.