iPhone SE vs iPhone 8

24. apríl 2020

iPhone SE er nú væntanlegur á næstu dögum og bíðum við öll spennt fyrir því. Okkur langar aðeins að ræða um hönnunina og sjá hvaðan iPhone SE er að fá alla sínu helstu kosti, sem er jú auðvitað frá iPhone 8 sem við öll elskum svo heitt. Þegar það kemur að hönnun símanna, þá er iPhone SE nákvæmlega eins og iPhone 8, þeir eru báðir með 4,7″ LCD skjá, þykkan ramma uppi og niðri, staka myndavél að aftan, og Touch ID Home takka.

 

Það kemur einnig á óvart hversu líkir símarnir eru að innan, eins og sést í myndbandi frá kínversku YouTuber síðunni 温州艾奥科技. Myndbandinu var deilt á Reddit og er hægt að skoða með enskum texta.

 

 

Þó svo að símarnir séu nánast alveg eins að innan, þá eru samt nokkrir hlutir öðruvísi sem gera iPhone SE að einstökum síma. Wi-Fi sendirinn og rafhlöðu tengingin, sem er sama rafhlöðutenging og í iPhone 11, og vasaljósið. Einnig er bakmyndavélin önnur, og svo það sem gerir iPhone SE símann svona merkilegan, A13 örgjörvinn sem er einnig í iPhone 11 og iPhone 11 Pro.

Eins og sést í myndbandinu, þá er hægt að nota t.d. skjáinn frá iPhone 8 á iPhone SE og meira að segja móðurborðið virkar á milli símanna (fyrir utan smá heftanir, myndavélin virkar t.d. á iPhone SE með iPhone 8 móðurborði). Það er spennandi að sjá hvernig þetta þróast hjá Apple í framtíðinni með SE línuna.

iPhone SE byrjar í 89.990 kr og er hægt að forpanta hann hjá okkur og verður hann kominn í verslanir von bráðar. Þangað til, fylgist með hér og á samfélagsmiðlum Maclands, verið styllt og hafið gaman.

Fleira skemmtilegt