iPhone 6S og 6S Plus eru á leiðinni!

28. september 2015

iphone-6s-rose-gold-vs-nexus-5-20154

 

iPhone 6S og 6S Plus fóru í sölu í síðustu viku í nokkrum löndum og hafa nú þegar slegið öllum fyrri sölutölum ref fyrir rass. Staðfestar tölur frá Apple eru að 13 milljón eintök seldust nú yfir fyrstu helgina, sem er met. „Sala á iPhone 6S og 6S Plus hefur verið ótrúleg og rauk fram úr öllum fyrstu söluhelgum Apple hingað til,“ sagði Tim Cook í tilkynningu sem send var á fjölmiðla. „Viðbrögð viðskiptavina okkar hafa verið ótrúleg og hafa 3D Touch og Live Photos sérstaklega slegið í gegn. Við getum hreinlega ekki beðið eftir að koma iPhone 6S og 6S Plus í hendurnar á fleiri viðskiptavinum í enn fleiri löndum þann 9.október“.

Líklegt má telja að þessi mikla aukning í sölutölum sé að einhverju leyti tilkomin vegna þess að Kína var með í fyrstu umferð í fyrsta skipti. Kína varð annar stærsti markaður Apple á kostnað Evrópu en vöxturinn í Kína er þrefaldur á við það sem sést í Norður- og Suður-Ameríku sem er stærsti markaður Apple. Til samanburðar seldi Apple 10 milljón eintök af iPhone 6 og 6 Plus á opnunarhelginni og 9 milljón eintök af 5S og 5C árið á undan.

Þess má einmitt geta að iPhone 6S og 6S Plus fara í sölu hérlendis 2.október í sérstakri forsölu en koma til landsins 9.október. Fylgstu vel með hér á Macland.is og á Facebook og Twitter ef þú vilt tryggja þér eintak.

Stutt kynning frá The Verge á iPhone 6S og 6S Plus

Fleira skemmtilegt