iPhone 12 línan kynnt og meira!

Skrifað þann af Ísak Róbertsson

Kynningarnar hjá Apple hafa verið haldnar fyrir framan fjöldan allan af áhugasömum áhorfendum seinustu ár, en á þessu skrítna covid-19 ári hafa kynningarnar verið teknar upp fyrirfram og Apple skilað þeim af sér með glæsilegum hætti.

Apple hélt sinn árlega iPhone viðburð þann 13 október síðastliðin, mörgum til mikillar ánægju, þar sem kynntur var glænýr iPhone 12 mini, ‌iPhone‌ 12, iPhone 12 Pro og ‌iPhone 12 Pro‌ Max. Einnig var kynntur HomePod mini og nýir MagSafe hleðsluvalkostir fyrir iPhone. Við ætlum að skoða þetta nánar.

 

iPhone 12 fjölskyldan

Hvað er nýtt?

 5G

Allir iPhone símarnir í ár eiga það sameiginlegt að styðja 5G farsímaþjónustu, sem eru gleðifréttir fyrir alla þá sem vita að 5G veldur ekki kórónuveirunni… En með 5G fáum við hraðara streymi, meiri háskerpugæði, og margfallt hraðara niðurhal. Einnig mun iPhone skynja það þegar þú þarft á 5G að halda eða ekki, og slekkur þá á því til þess að spara rafhlöðuna þegar þú þarft ekki á því að halda.

Ceramic Shield

Apple hefur hannað nýjan skjá fyrir alla símana, sem er fjórum sinnum sterkari en sá sem var áður. Ceramic Shield tæknin er þannig að í skjánum eru keramík kristallar sem eiga að gera hann sterkari og verja hann betur frá rispum og höggi. Ceramic Shield er „harðara en nokkurt snjallsímagler,“ að mati Apple og „gerir iPhone endingarbetri en nokkru sinni fyrr“. Það er því ólíklegra að skjárinn brotni ef (þegar) þú missir símann í jörðina.

A14 örgjörvi

Nú er Apple búið að framleiða en einn betri og hraðari örgjörvan, en A14 örgjörvin er 40% hraðari en t.d. A12 örgjörvin. Hann er það öflugur að síminn þinn mun geta framkvæmt 11 billjón (trillion á amerískum skala)  aðgerðir á 1 sekúndu, en í A13 voru það aðeins 600milljarðar (billion á amerískum skala). A14 örgjörvin er hraðasti örgjörvin í snjallsíma hingað til, samkvæmt Apple.

MagSafe hleðsla

Nú styður iPhone nýja tegund af MagSafe hleðslu frá Apple. En í öllum iPhone 12 er nú innbyggður segull á bakhliðinni sem nýtist í þráðlausa hleðslu og aðra aukahluti.

Super Retina XDR display – OLED

Nú í fyrsta skiptið er sami skjárinn á öllum iPhone símunum, en það er Super Retina XDR display, með OLED tækninni. Áður fyrr voru það aðeins iPhone X/Xs og Pro módelin sem nutu OLED tækninnar.

iPhone 12 og 12 mini

iPhone 12 og iPhone 12 mini eru ódýari módel iPhone símana frá Apple árið 2020. iPhone 12 heldur sinni gömlu stærð og er 6,1″ en iPhone 12 mini er 5,4″, símarnir líta svo alveg eins út útlistlegaséð. iPhone 12 er arftaki iPhone 11, en iPhone 12 mini er glænýr iPhone í nýrri stærð og er hann minnsti iPhone sem Apple hefur kynnt síðan iPhone SE 1st gen, en hann kom út árið 2016. Fyrir utan skjástærð og stærð rafhlöðunnar eru iPhone 12 og 12 mini eins tæknilega séð. iPhone 12 mini verður tilvalinn fyrir þá sem kjósa iPhone sem hægt er að nota með einni hendi. iPhone 12 og 12 mini koma í 5 litum, en það eru svartur, hvítur, blár, grænn og rauður (Product RED). iPhone 12 og 12 mini eru tilvaldnir fyrir alla sem ekki þurfa t.d. Pro myndavélareiginleika.

iPhone 12 Pro og 12 Pro Max

iPhone 12 Pro og 12 Pro Max eru flaggskip Apple í dýrari kantinum, og eru þetta flottustu símarnir frá Apple hingað til. Símarnir eru með þriggja linsu myndavél, LiDAR skanna, og glænýju A14 flögunni frá Apple. Apple lagði mikla áherslu á „Pro“ þáttinn í nýju iPhone 12 Pro módelunum og segja þeir iPhone 12 Pro símana „ýta undir nýsköpunarmörk“ fyrir fólkið sem „vill fá algjörlega sem mest út úr símtækjunum sínum.“ iPhone 12 Pro kemur í 4 litum, það eru blár, gull, silfur, og grár. Símarnir eru síðan með gullfallegum glansandi ramma úr ryðfríu stáli.

iPhone 12 Pro myndavélin:

Myndavélin er með þremur linsum að aftan eins og áður og einni að framan. Þær fengu þó alsherjar yfirhalningu, og eru nú margfallt betri, þökk sé A14 örgjörvanum, og endurhönnuðum linsu búnaði. Night mode er nú orðið miklu betra, og virkar einnig í Portrait Mode, og Time Laps. Night Mode er nú einnig í boði á öllum iPhone 12 myndavélunum.

LiDAR skanninn á iPhone Pro mun hafa vegleg áhrif á hvernig myndavélin virkar, en hún mun geta náð betri og dýpri fókus, og taka þar af leiðandi nákvæmari myndir.

Dolby Vision HDR upptökur beint úr iPhone 12 Pro, en fyrir þá sem hafa áhuga á myndbandsgerð þá eru þetta magnaðar fréttir. Þú getur tekið upp efni, unnið það fagmannlega í símanum, horft á útkomuna og deilt henni með vinum allt úr iPhone 12 Pro símanum þínum.

RAW myndataka verður einnig möguleg með nýju myndavélinni í iPhone 12 Pro, þetta er mögnuð viðbót í iPhone myndavélina, og verður hægt að vinna RAW myndir beint úr iPhone 12 símanum, eða senda þær í annað tæki og vinna þær þaðan.

HomePod mini

Apple kynnti glæsilegan og nýjan HomePod mini til leiks, en hann er endurhannaður HomePod, sem er minni og ódýrari en hefðbundni HomePod. Hann er knúin af S5 örgjörvanum, og einnig U1 örgjörva, sem gerir honum kleift að tengjast iPhone símum á ótrúlegan hátt. Hann er einnig með Siri Touch eiginleika, og inniheldur þar af leiðandi Siri. HomePod mini er aðeins 3,3″, og er hann kúlulaga, en ekki eins og dós eins og venjulegi HomePod sem er 6,8″.

Eins og fyrri gerðin af HomePod er HomePod mini ætlað að vinna með Apple Music, en hann styður einnig podcast appið, útvarpsstöðvar frá iHeartRadio, radio.com og TuneIn, stuðningur við Pandora og Amazon Music kemur síðar á árinu. Þetta er þá stuðningur við notast við Siri, sem leyfir þér að strjórna tónlistinni með því að ávarpa Siri (dæmi, “Hey Siri, play Beyoncé”). Spotify hefur ekki ennþá fengið að vera með í þessu sambandi, og verður það líklegast ekki á næstunni. En sem betur fer opnaði Apple fyrir Apple Music þjónustuna hér Íslandi fyrr á árinu, sem gerir HomePod enn skemmtilegri.

Hægt verður að para saman tvo HomePod mini til að búa til stereó hljóm með vinstri og hægri rásum fyrir betri hljómgæði og margir HomePod mini geta unnið saman út um allt heimilið til að streyma tónlist í mörg herbergi í einu. Það verður aðeins hægt að para HomePod mini við annan HomePod mini, en ekki t.d. HomePod við HomePod mini. (hvað eru mörg HomePod í því?)

Eins og á HomePod þá getur Siri á HomePod mini veitt persónulega upplifun með því að bera kennsl á mismunandi raddir á allt að sex fjölskyldumeðlimum, aðlagað tónlist og podcast að óskum þeirra og einnig svarað persónulegum óskum allra.

Með U1 örgjörvanum mun svo HomePod mini geta tengst iPhone símum sem innihalda sama U1 örgjörva (iPhone 11-12) en með honum er hægt að færa símann að HomePod mini og tónlistin úr símanum færist yfir á HomePod mini og heldur áfram að spila þar. Tækin hafa aldrei verið jafn tengd og nú.

HomePod og HomePod mini vinna báðir með innbyggðu kallkerfi, eða Intercom, sem gerir manni kleift að senda skilaboð frá einu tæki í annað. En þá verður hægt að byðja Siri um að koma skilaboðum áleiðis á milli herbergja, eða úr bílnum á leiðinni heim í gegnum CarPlay, sem spilar þá skilaboð í HomePod fyrir þá sem eru heima. Intercom er hægt að nota með iPhone, iPad, Apple Watch, AirPods og CarPlay, svo hægt er að senda skilaboð frá hvaða tæki sem er til HomePod mini. HomePod verður í boði í hvítum, og gráum (e. SpaceGray).

Magsafe hleðslutæki fyrir iPhone

Apple kynnti einnig nýtt hleðslutæki fyrir iPhone, en það er MagSafe hleðsla, sem hleður þráðlaust 15W hleðslu í gegnum segul á bakhlið símans. Aðeins í nýju iPhone 12 símunum verður hægt að nota þessa hleðslu, en það sem meira er, að með þessum segli munu allskyns ný hulstur, veski og varahlutir festast við símann, og er þetta í fyrsta skiptið sem Apple framleiðir síma með slíkum eiginleika.

 

 

 

 

Algengar spurningar:

Hvenær kemur nýi iPhone?

Forsala á iPhone 12 og iPhone 12 Pro hefst föstudaginn 23.október og áætlum að fyrstu eintök komi til landsins 30.október. Hvað verður í þeirri sendingu veit enginn í dag og munu greiddar pantanir ganga fyrir þegar sendingar koma til okkar.

Varðandi iPhone 12 Pro Max og 12 mini þá áætlum við að byrja forsölu á þeim 6.nóvember og áætlum að fyrstu eintök komi til landsins 13.nóvember.

Get ég farið á biðlista?

Nei en við munum tilkynna um forsöluna eins fljótt og við getum og mælum með að þú pantir í gegnum vefverslunina okkar. Greiddar pantanir munu ganga fyrir. Við höfum haft þetta fyrirkomulag undanfarin ár og það hefur komið mjög vel út.

Varðandi HomePod Mini

Forsala á HomePod Mini hefst 6.nóvember í USA og fyrstu sendingar eiga að berast 16.nóvember. Eins og staðan er í dag þá höfum við ekki upplýsingar um hvort Apple ætli að bjóða upp á HomePod Mini á Íslandi. Við munum setja það á okkar samfélagsmiðla og á macland.is um leið og við vitum meira.

Þessi grein er merkt: Blogg