iOS 9 er að detta í hús

15. september 2015

ios-9-beta-5-released-download-direct-links-install-apples-latest-developer-software

iOS 9 kemur formlega út miðvikudaginn 16.september og er þetta að okkar mati stærsta uppfærslan hingað til á iOS kerfinu. iPhone, iPad og iPod eigendur munu fá tilkynningu í tækin að nýtt stýrikerfi sé komið en áður en þú flýtir þér að uppfæra skaltu endilega taka nokkrar mínútur í að gera ferlið eins þægilegt og hægt er.

Fyrst og fremst skulum við tala um afritunarmál. Allt of margir viðskiptavinir okkar eru ekki með iCloud afritun í gangi sem er alveg svakalega sorglegt því einfaldleikinn við iCloud afritun er aðalástæða þess að það virkar svona vel.

Góðu fréttirnar eru þær að þú þarft ekki að eyða út fullt af forritum til að geta uppfært því iOS 9 mun sjá um það fyrir þig, ef þess þarf. Á WWDC nú í júní sagði Apple að iOS 9 myndi taka einungis 1,3GB af plássinu á tækinu þínu í stað 4,58GB sem iOS 8 tók. Þetta mun skipta gríðarlega miklu máli fyrir þá notendur sem eru með 16GB tæki t.d. iOS 9 mun þá eyða út forritum á meðan á uppfærslu stendur og setja þau aftur inn þegar uppfærslu er lokið.

Afritaðu gögnin þín samt

Það fyrsta sem þú þarft að gera áður en þú skellir þér í uppfærslu, og þetta á við um öll raftæki sem geyma gögn, er að afrita gögnin þín. Eins og við minntumst á áðan er iCloud afritunin sú þægilegasta og sú leið sem við mælum með. Einnig er þó hægt að nota iTunes í tölvunni til að afrita tækið og sumir fara þá leið að notast við báðar aðferðir til að auka öryggi. Skoðum aðeins báða möguleika.

iCloud afritun

Farðu í Settings – iCloud – Storage & Backup og í þessum glugga virkjar þú iCloud Backup valmöguleikann. Áminning kemur þá á skjáinn sem tilkynnir þér að þú sért að virkja iCloud afritun. Smelltu á OK til að samþykkja það. Athugaðu að ef þú þarft meira en 5GB pláss, sem fylgir frítt með, þá mælum við með því að kaupa meira en verðið á því er mjög sanngjarnt (sjá mynd) miðað við þau þægindi sem því fylgir.

Screenshot 2015-09-15 15.30.36Ef þú vilt nota gömlu góðu USB snúruna og afrita tækið með iTunes þá einfaldlega ræsirðu iTunes á makkanum eða windows tölvunni þinni og tengir tækið við tölvuna með snúrunni.

Veldu tækið inni í iTunes og smelltu á Back Up Now. iTunes afritar nú allt sem er á símanum.

Báðar leiðir skila þér öruggu afriti af tækinu en við mælum þó með því að þú takir myndirnar sérstaklega af tækinu til að vera 100% örugg með það. Til þess er hægt að nota Photos eða Image Capture forritin frá Apple. Á Windows hlýtur að vera einföld leið til að gera þetta 🙂

Einhverjir gætu viljað fara til baka í iOS 8 komi upp vandamál, en okkar reynsla er að þó það komi eitthvað upp á þá mun Apple laga það með iOS 9.0.1 uppfærslu innan örfárra daga.

Ef þú ert ekki 100% örugg/öruggur með hvernig þetta virkar þá skaltu lesa þetta rólega yfir aftur og ef það dugar ekki til, sendu okkur línu á facebook eða í gegnum þjónustuvefinn okkar. Mundu, ef þú gerir ekki afrit af gögnunum fyrir uppfærslu þá er alltaf séns að allt fari til andskotans. Líkurnar eru litlar, en til að vera örugg/ur þá mælum við með því að þú gefir þér auka 10 mínútur í að gera afrit.

Fleira skemmtilegt