iOS 8 er komið út.

17. september 2014

Þessi tími ársins er kominn aftur. Nýtt stýrikerfi á iPhone, iPad og iPod Touch.

Vanalega rignir yfir okkur fyrirspurnum um alls kyns vandamál eftir að viðskiptavinir eru búnir að uppfæra tækin án þess að aðgæta nokkra hluti. Kíkjum aðeins á það sem er helst að klikka.

  • iOS tæki (iPad, iPhone og iPod) eru tölvur. Við uppfærslu á stýrikerfi getur alltaf eitthvað farið úrskeiðis.
  • Áttu afrit af iOS tækinu þínu? Ef ekki, ekki uppfæra tækið fyrr en afritið er komið.

Að taka afrit af iOS tækinu þínu er mjög einfalt. Hægt er að fara 2 leiðir.

  1. Tengja iOS tækið við tölvuna þína og gera afrit í gegnum iTunes. Þetta er mjög einföld leið en ýtir undir að þetta sé sjaldan gert. Því mælum við með aðferð 2.
  2. Setja upp iCloud á símann þinn. Nota iCloud backup lausnina sem þú finnur inni í Settings –> iCloud. Þessi leið er ókeypis fyrir gögn upp í 5GB og er undirritaður með 1TB í pláss þar (1000 GB sem er nokkuð mikið). Hægt er að sjá verðlista á iCloud plássi hér.

Í stuttu máli. Ekki uppfæra iOS tækið þitt fyrr en þú ert algjörlega tilbúin/nn til að missa öll gögnin á því. Þá er átt við t.d. ljósmyndir, skjöl, tölvupóst og svo frv. iCloud backup er einfaldasta leiðin þar sem hún krefst fæstra aðgerða af hálfu notandans og því líklegasta leiðin til að bjarga málunum ef allt fer á versta veg. Ekki taka sénsinn. Það er mikið auðveldara að koma afritunarmálum í gott horf en að endurskapa tapaðar minningar eða glataðar upplýsingar úr símanúmeraskránni.

Til þess að uppfæra í iOS 8 er hægt að fara í Settings –> General –> Software Update. Eða í gegnum iTunes í tölvunni.

Hér eru mjög góðar leiðbeiningar og yfirferð um iCloud á vef Apple. Kíkið endilega á þetta kæru vinir og njótum iOS 8 til hins ýtrasta án þess að tapa gögnum. Ef þið hafið einhverjar spurningar þá getið þið sent okkur línu á Facebook, í gegnum tölvupóst, hringt í okkur í síma 580-7500 eða hreinlega kíkt á okkur á Laugaveg 17 í kaffi og yfirferð.

Fleira skemmtilegt