iOS 13.4 – CarKey og fleira

19. febrúar 2020

Nú styttist í nýjustu uppfærsluna á iOS. Það er auðvitað ekkert nýtt að Apple uppfæri stýrikerfin hjá sér, og við vitum að mörg ykkar, ef ekki flest, hafnið þessum uppfærlsum, dag eftir dag… „remind me tomorrow“. Þið vitið hvað ég á við. Glugginn opnast á símanum og þið gerið bara „close“ eða „try again tonight“, og greyið tækin ykkar dragast aftur úr, verða sloj og á endanum segja „nei, nóg komið, farðu með mig í Macland, leggðu mig inn á gjörgæslu, þú hefur skemmt allt!“

Ég ætla ekkert að fara nánar útí vanrækslu ykkar á Apple tækjum, og auðvitað eru sumir sem eru duglegari en aðrir að uppfæra. Þannig er bara lífið, það er enginn fullkominn. Nema kannski Hafþór á verkstæðinu okkar.

En nýjasta uppfærslan á iOS boðar gott! Það eru stórar viðbætur með þessari uppfærslu að koma, og viljum við hjá Macland kynna ykkur aðeins fyrir þessum nýjungum sem von er á.

iOS 13.4 er væntanlegt á næstu vikum, en núna geta sumir einstaklingar sem eru skráðir í Apple Development Program sótt sér „beta“ útgáfu af iOS 13.4, svona fyrir þá sem geta ómögulega ekki beðið. Við ætlum að ræða aðeins helstu punktana sem iOS 13.4 hafa uppá að bjóða.

iOS 13.4 mun bjóða uppá stórar sem smáar uppfærslur. Nú verður t.d. loksins hægt að deila heilum skjölum úr iCloud Drive, Mail toolbar fær sitt gamla útlit aftur og margt fleira.

Við fáum nýja Memoji „límmiða“ í Messages. Við viðurkennum það að íslendingar þurfa að rífa sig í gang varðandi Memoji notkun. Meira Memoji, meira fjör. Nú munum við alltaf geta kallað á Siri. En það verður nú hægt að kveikja á „always listen to Hey Siri“, þannig að sama þótt að síminn liggi á borðinu eða er í vasanum, þá heyrir Siri kallið.

Stærsta uppfærslan sem iOS 13.4 hefur uppá að bjóða er CarKey. En nú muntu geta opnað og læst bílnum með símanum. Þetta verður einungis hægt á bílum sem styðja svo kallað NFC, og verður þá væntanlega á nýrri bílum sem styðja slíka þjónustu.

Það magnaða við CarKey er að það verður hægt að læsa, opna, og setja bílinn í gang. CarKey verður líka í boði á Apple Watch. Til þess að opna bílinn mun maður aðeins þurfa að halda tækinu upp við bílinn, og mun þetta þá virka þótt svo að síminn, eða úrið sé rafmagnslaust. Lykillinn, eða CarKey mun vera í Wallet appinu, og þar getur maður breytt innri stillingum. Það sem er líka frábært við þetta er að maður mun geta deilt lyklinum af bílnum með öðrum, sama hvar þú ert. En notendur geta einnig fengið lykilorð á CarKey, og deilt því þannig.

Þetta mun líklegast ekki vera tilbúið um leið og iOS 13.4 kemur út, og mun væntanlega fara í gegnum nokkrar „kerfis breytingar“ áður en þetta mun virka fullkomlega. Ekki vitum við hvenær það verður, og heldur ekki hvort að þetta verði í boði hér heima, en þetta kemur allt í ljós á næstu vikum. Við vorum í gífurlega langan tíma að fá Apple Pay hérna heima, og verður gaman að sjá hvort að CarKey verði í boði á næstu mánuðum, eða árum.

iOS 13.4 fyrir iPadinn mun líka fá uppfærslur, þar var tenging við lyklaborð og mús bætt, (JÁ ÞAÐ ER HÆGT AÐ NOTA MÚS VIÐ IPAD) og verður einnig hægt að breyta ákveðnum tökkum á lyklaborðinu eftir þinni þörf.

Á Apple Watch verður svo núna boðið upp á „in app purchases“, en þá er hægt að kaupa app, og viðbætur fyrir það app á úrinu sjálfu, í stað þess að þurfa gera það í símanum.

Við bíðum spennt í Maclandi eftir iOS 13.4 og vonumst til að sjá sem flesta uppfæra stýrikerfin með okkur.

Fleira skemmtilegt