Hvort er betra???

21. september 2020

Við í Maclandi vitum að viðskiptavinir okkar eru allir ólíkir, og sinna fjölbreyttum störfum, skyldum og áhugamálum. Þess vegna vöndum við okkur við það að bjóða uppá persónulega þjónustu sem skilar sér hamingjusömum viðskiptavinum með rétt tæki og tól í för með sér fyrir þau verkefni sem bíða.

Þó svo að MacBook Pro 13″ 2.0GHz, með 512GB geymsluplássi og 16GB vinnsluminni sé geggjuð tölva, þá þarf Andri, 17 ára úr vesturbænum sem var að byrja í MR ekkert endilega þá vél, eða Kristín sem var að klára vélstjórann og þarf að halda utan um mikilvæg skjöl… Við myndum t.d. benda honum Andra á MacBook Air 2020, með 256GB geymsluplássi, eða 512GB, hann ræður, en það fer auðvitað eftir því hvort að hann ætli að gera meira en að bara glósa um Gísla sögu Súrssonar eða kannski vill hann nota iMovie til að klippa saman myndefni fyrir sögu203. Kristín myndi t.d. kannski spyrja hvort að MacBook Air tölvan hans Andra myndi henta sér, en við nánari skoðun myndum við kannski komast að því að iPad væri miklu sniðugari fyrir Kristínu, og þá er það að finna rétta iPadinn… er það iPad 10.2″ 2019 með 32GB, eða iPad Pro 12,9″ með 256GB og 4g? Við myndum komast að því í sameiningu útfrá því sem Kristín segir okkur. Kannski endar hún á því að taka nýja iPad Air 2020, með penna og fínu hulstri. Þá getur hún notað excel, word og powerpoint, skrifað inn mikilvægar upplýsingar með pennanum og ótal margt meira sem iPad býður uppá.

Við tókum saman hvaða vörur myndu henta fyrir mismunandi störf og verkefni. Listinn er ekki heilagur, heldur hægt að nota sem viðmið.

 

Námsmaðurinn sem lærir og glósar.

Námsmaðurinn sem lærir og glósar, var að byrja í framhalds, eða háskólanámi þarf oftar en ekki bara að glósa, glósa, glósa og glósa. Stundum gerir hann verkefni, og þá er hann að skrifa uppúr glósum í Word. Námsmanninum sem lærir og glósar myndum við benda á að fá sér MacBook Air 256GB, sú vél er fullkomin í 3-4 ára framhaldsskólanám, og síðan er hægt að nota hana í mörg ár eftir á. Hún er hröð, og hentar líka einstaklega vel sem fyrsta tölvan. Hún er einnig góð fyrir háskólann, en þar væri líka t.d. sniðugt að fá sér 512GB vélina, ef þess er þörf. Kannski er BS ritgerðin þín ótrúlega löng, og þú þarft að gera hana 120 sinnum, vista hana sem pdf, hlaða inn viðtölum, og niðurhala mjög mikilvægu efni af eitthverri vefsíðu sem enginn þekkir. Segjum samt að þú sért að byrja í námi, og viljir síðan gefa tölvunni annað hlutverk en glósuvél eftir nám… t.d. ákvaðstu að taka upp ljósmyndun sem hobbí, eða sóttir þér Logic Pro og vilt fara semja tónlist. Þá mælum við með því að hugsa þetta aðeins útfrá þeirri pælingu. MacBook Air er fullkomin í allt hitt, en væri MacBook Pro 13″ 1.4GHz með 256GB tilvalin í það? Jú, það höldum við allavega, hvað vilt þú gera?

Námsmaðurinn sem verður síðan skrifstofupadda.

Sko, hér er námsmaður sem kláraði t.d. viðskiptafræði, sækir síðan um á svaka fínni skrifstofu og þarf að hafa allar græjur. Þú ert að kveðja 9 ára gömlu MacBook Pro tölvuna þína og vilt fá þér vél sem þú getur tengt við 2 skjái, og helst viltu bara geta hugsað hvað þú vilt gera og tölvan gerir það fyrir þig. Hér myndum við mæla með t.d. MacBook Pro 16″ með 512GB geymsluplássi og 16GB vinnsluminni. Hún er sannkallað undur. Tengir hana svo við fína HP skjáinn þinn, ræsir Magic lyklaborðið, og Magic músina, hallar þér aftur og sérð draumana rætast. Hún fer með þér á alla fundi, og hentar vel í allar kynningar og verkefni. Svo á líka höddimac svona vél, hann tengir hana við 2 skjái, og er með iPad Pro on the side, meira um það síðar.

Námsmaðurinn sem verður síðan listapadda.

Þetta er uppáhalds námsmaður allra. Fór í MH eða Kvennó, og er núna í LHÍ, eða var að klára þar. Það er mikil fjölbreytni í þessum námsmanni, og útaf þessari fjölbreytni, þá mælum við með t.d. MacBook Pro 13″ 2.0GHz með 512GB. Hún er kröftug og dugir í t.d. myndbands og hljóðvinnslu. MacBook Pro 16″ er líka fullkomin hér, og hentar hún t.d. í 3D render og þyngri verkefni. En eins og listamaðurinn er fjölbreyttur, þá eru tölvurnar það líka, og eftir nánari skoðun, þá ertu kannski bara svona ljóðapési, eða skrifar skáldsögur. Þá mælum við með gömlu góðu (samt nýju) MacBook Air, hafðu hana svo 512GB, bara til vonar og vara.

Verkamaðurinn sem þarf mikið pláss og liðleika.

Þessi er t.d. mikið á ferðinni, þarf að halda utan um allt á einum stað og geta skoðað seinustu excel reikningana hvar og hvenær sem er. Við nánari athugun kemur í ljós að þessi einstaklingur notast mikið við office pakkan, og langar í tölvu, en finnst MacBook Pro svo fyrirferðamikil, hvað er þá til ráða? Jú, iPad Pro! Hvort sem það er 11″ eða 12,9″, með nýja Magic Keyboard og kannski 4g ef þú vilt geta komist inná netið hvar sem er. 128GB er fínn, en hann er líka til í 256GB og allt uppí 1TB, við skoðum þetta saman og komumst að niðurstöðu. Léttur og lipur og með geggjaða rafhlöðuendingu.

Tónlistarmaðurinn, sem tekur stundum myndir.

Þetta er ekki flókið dæmi. Allt undir MacBook Pro 2.0GHz og 512GB er hættusvæði. Hér myndum við leiðbeina þér í annaðhvort þá vél, eða MacBook Pro 16″, hvort sem það er 512GB með 16GB vinnsluminni, eða 1TB og stærra vinnsluminni. Þú vilt geta keyrt Logic Pro, Pro tools, FL studio eða annan flottan DAW, og ekki þurft að hafa áhyggjur af buffer size á meðan þú keyrir inn 100rásir. Segjum að þú leikir þér með Adobe vörurnar líka þá væri sniðugara að taka þér MacBook Pro 16″, hún ræður við þetta allt, ALLT segi ég!

Ljómyndarinn, sem borgar 100.000 kr. fyrir Adobe pakkann á hverju ári.

MacBook Pro 16″ 1TB 16/32GB vinnsluminni, eða iMac 27″. Þetta er ekki flókið dæmi. Kíktu á okkur eða farðu á macland.is og smíðaðu sérpöntun eftir þínum þörfum.

Amman og afinn, litlu börnin og stóru börnin.

Hér slær iPad 10.2″ 2019 alltaf í gegn. Þetta er fullkomnasta afþreyingar tækið í bókinni. Hann höndlar allt þetta helsta, email, fréttablaðið, íþróttaforritin, alla heimsins bestu iOS leikina og netflix. Þetta er frábært fyrir þá sem hafa ekki áhuga á tölvu en vilja vera partur af 21. öldinni. 32GB koma þér þangað, en 128GB fullkomnar dæmið. Við skiptum þessum út fyrir iPad 2020 á næstunni, hann er hraðari og betri!

Þessi listi er auðvitað bara til viðminunar, og þarf ekki að taka alvara. En miðað við reynslu starfsmanna Maclands, þá er þetta ansi öruggt dæmi, og sýnir þetta þér, kæri lesandi góður, hvernig þjónustu við bjóðum uppá. Góð og persónuleg þjónusta, sem er líka skemmtileg og stundum fyndin. Takk fyrir og sjáumst.

Fleira skemmtilegt