Hvernig ætlar þú að horfa á kynninguna í dag?

12. september 2017

Það er loksins komið að því, hinn árlegi iPhone viðburður Apple er í dag. Einnig er búist við að Apple kynni uppfærslur á öðrum vörulínum sem og stýrikerfum fyrir iPhone, iPad og tölvurnar.

 

Er þetta nýi iPhone 8?

Þeir hlutir sem við teljum að Apple kynni 100% staðfest í dag eru :

  • Uppfærsla á iPhone 7 og 7 Plus og svo mögulega iPhone 8
  • Apple Watch með LTE stuðning
  • Apple TV með 4K stuðning
  • iOS 11
  • macOs High Sierra
  • watchOS4

Mögulegt að verði kynnt

  • HomePod hátalarinn – mögulega kynntur, en líklegra að nánari dagsetning komi í ljós
  • iMac Pro – mögulegt að nánari dagsetning komi í ljós
  • AirPods 2 – Ef þetta gerist þá verðum við amazed. AirPods 1 eru varla komin á lager víðs vegar um heiminn.

One more thing?

Í gegnum söguna hefur One more thing verið stór og skemmtilegur hluti af kynningunni en síðan elskulegur Steve Jobs hætti á sínum tíma hefur einungis eitt One more thing moment átt sér stað.

Við höldum þó alltaf í vonina og trúum að Apple komi með eitthvað svakalegt til viðbótar við þá veislu sem boðið verður upp á í dag. Ein af ástæðunum fyrir þeirri trú er að þetta er fyrsta kynningin í Steve Jobs Theater í nýjum höfuðstöðvum Apple. Þau munu vilja fá algjörega sprengju í dag.

Algengasta spurningin er „Hvenær byrjar þetta?“

Að íslenskum tíma byrjar þetta kl. 17:00 sharp. Að staðartíma í San Francisco verður þetta kl. 10 að morgni.

Við mælum með að láta internetið í friði og horfa með báðum augum á útsendinguna í gegnum Apple TV, Safari vafrann á makkanum þínum eða á iPhone / iPad. Windows 10 notendur geta notað Microsoft Edge vafrann til að horfa (I’m looking at you Jón Ólafssson / Lappari.com)

Annars verðum við á vaktinni á Facebook og Twitter og notumst við #appleis myllumerkið

Apple vefverslunin er komin í pásu þar til eftir kynninguna.

Fleira skemmtilegt