Auglýsingar á makkanum?

24. nóvember 2014

Ert þú að fá margar auglýsingar þegar þú ferð á netið í makkanum? Fullt af pop-up gluggum?

Þá ertu með adware. Það hefur smyglað sér með einhverju forritinu sem þú hefur sett inn. En ekki örvænta!

Kíktu þá á AdwareMedic.com. Þar finnur þú hugbúnað sem nefinst einmitt AdwareMedic.

Í sumum tilvikum lokar hugbúnaðurinn á tengil til þess að niðurhala AdwareMedic, en þá nægir að fara handvikt á slóðina: http://www.adwaremedic.com/AdwareMedic.dmg

Screenshot 2014-11-24 20.24.16

 

Þú smellir svo á „Scan for Adware“. Forritið leitar uppi hugbúnaðinn, og fjarlægir. Í sumum tilvikum þarf að endurræsa tölvuna.

Þú þarft að vera með Lion (10.7) eða nýrra til þess að keyra forritið. Þeir sem enn eru með Snow Leopard (10.6.8) eða eldra stýrikerfi er bent á eldri útgáfu af forritinu sem nefinst „Adware Removal Tool„.

Forritin kosta ekkert, en eru Donationware.

Fleira skemmtilegt