Apple WWDC 2023

6. júní 2023

WWDC 2023

Apple kynnti þann 5. júní Apple Vision Pro. Nýja 15″ MacBook Air með M2 örgjörva, Mac Studio með M2 Max og M2 Ultra og Mac Pro með M2 Ultra. Í kjölfarið var tekin yfirferð á því hverju má eiga von á þegar iOS, iPadOS, watchOS og macOS verða aðgengileg fyrir Apple notendur.

Við skautum yfir tölvurnar hér að neðan. Stýrikerfin munu öll koma til með að líta dagsins ljós í haust og Vision Pro verður ekki aðgengilegt fyrr en á nýju ári í Bandaríkjunum, hvenær þau koma til Íslands er ómögulegt að vita. Ef þú vilt horfa á kynninguna smelltu HÉR

MacBook Air 15"

Loksins kemur MacBook Air 15″ vél sem er sérstaklega hugsuð fyrir hinn almenna notanda sem þarf ekki öflugustu vélina á markaðnum en þráir 15″ skjáinn. Frábær viðbót við MacBook Air línuna sem kemur nú í bæði 13″ og 15″ þar sem þú getur valið á milli fjögurra lita. Apple segja hana þynnstu 15″ vélina á markaðnum, með allt að 18 klst rafhlöðuendingu. Eins og við þekkjum með 13″ vélina þá kemur þessi með M2 örgjörva 8 kjarna CPU og 10 kjarna GPU. Möguleiki á að uppfæra vinnsluminnið í 24GB og geymsluplássið í 2TB. Hún er með MagSafe 3 hleðslutengi og tvö thunderbolt/USB-C tengi eins og á 13″ vélinni. Hún kemur án viftu og er algjörlega hljóðlaus „silent design“ eins og Apple kallar það.

Verð fyrir MacBook Air 15″ og þær uppfærslur sem eru í boði verður kynnt á allra næstu dögum.

Mac Studio

Mac Studio, hin smáa en á sama tíma hin kraftmikla Apple vél er að fá uppfærslu inn í nútímann. Það allra helsta er uppfærslan úr M1 Max og M1 Ultra í M2 Max og M2 Ultra. Helsti munurinn er ennþá meiri afkastageta og uppfærslumöguleikar sem ekki hafa þekkst þegar kemur að Apple vélum. Þetta er algjörlega mögnuð vél fyrir þá sem kjósa það allra öflugasta þegar kemur að vinnslugetu og hraða.

Verð fyrir Mac Studio og þær uppfærslur sem eru í boði verður kynnt á allra næstu dögum.

Mac Pro

Mac Pro er mættur aftur til leiks, nú með hinum glænýja M2 Ultra örgjörva. Mac Pro kemur með átta Thunderbolt tengjum og sex PCI raufum. Mac Pro kemur með 24 kjarna CPU, með uppfærslumöguleika upp í allt að 76 kjarna GPU og 192GB vinnsluminni. Vélin kemur svo að auki með tveimur HDMI tengjum, „dual“ 10 gigabit Ethernet tengi og 32 kjarna Neural Engine.

Með tilkomu Mac Pro M2 Ultra hefur Apple nú lokið Apple Silicone umskiptunum. Allar vélar komnar með Apple Silicone örgjörva og ætti hver sem er að geta fundið vél við sitt hæfi.

Verð fyrir Mac Pro og þær uppfærslur sem eru í boði verður kynnt á allra næstu dögum.

Fleira skemmtilegt