Apple September Event 2020

17. september 2020

Í gær kynnti Apple allt það nýjasta fyrir haustið og komandi ár á Apple Event sem haldinn er í september hvert ár. Það var margt nýtt kynnt til leiks, og þar má helst nefna Apple Watch SE, Fitnes+, iPad Air 4, iOS14 og fleira. Við ætlum að koma okkur beint að efninu og segja ykkur frá því helsta. Komið með mér!

Apple Watch SE, og Apple Watch Series 6 mun nú líta dagsins ljós á næstu dögum eða vikum. Það sem er nýtt í heimi Apple úra er t.d. það að nú geta viðskiptavinir Apple fengið sér Apple Watch SE, sem er einskonar budget úr, eða hagræðisstafrænúlnliðslífsgæðaklukka, eins og Dagur Gnarr myndi kalla það. Apple Watch SE kemur í 40 og 44mm stærðum.

 

 

 

 

Apple Watch Series 6 er stútfullt af nýjungum, og samhliða því kemur WatchOS7. Með komu WatchOS7 sjáum við t.d. Sleep App sem greinir hvað á sér stað í svefninum okkar og hjálpar okkur að gera hann enn betri og Aoutomatic hand wash app, sem setur af stað 20 sekúndna niðurtalningu þegar úrið skynjar að þú sért að þvo þér um hendurnar, sem er gott dæmi um hvernig tæknin getur hjálpað okkur á tímum heimsfaraldra. Apple Watch Series 6 kemur einnig nú í nýjum litum, en það er blár, rauður, sem er partur af Apple RED, uppfærsla á gold litnum og nýr grár litur sem kallast graphite.

Stærsta uppfærslan á úrinu sjálfu er sennilega sú að nú getur Apple Watch mælt súrefnið í blóðinu þínu, en með því er hægt að fylgjast með heilsunni betur en nokkurn tíman áður með Apple Watch. Einnig fær Apple Watch ný „andlit“ e. watch face. En nú geta þeir sem t.d. stunda það að fara  á brimbretti séð hvar er best að renna sér í sjónum, ljósmyndarar geta séð hvar bestu ljósgæðin séu eftir því hvernig sólsetrið eða sólarupprás er og hjúkrunarfólk getur nú haldið betur utan um daginn sinn með nýju watch face sérstaklega tileinkað hjúkrunaraðilum.

 

 

 

WatchOS7 kynnir til leiks nýtt frá Apple, Family Setup. En það gerir notendum kleift að þurfa ekki að eiga iPhone síma samhliða Apple Watch og með WatchOS 7 uppfærslunni er hægt að tengja fleiri úr við þinn síma, t.d. til þess að fylgjast með því hvort að börnin hafi ekki örugglega skilað sér á íþróttaæfingar, eða hvort að amma gamla sé í góðum málum og afi ekki að koma sér í vandræði. Þetta getur þú allt síðan skoðað í símanum þínum, sama hvar þú ert, og þannig verið með allt á hreinu um fólkið þitt. WatchOS 7 verður aðeins í boði fyrir Apple Watch 3 og upp.

Það sem ég held að muni vekja mestan áhuga hjá Apple unnendum, og verður klárlega heitasta varan hjá Apple þennan veturinn, (fyrir utan iPhone 12) er iPad Air 4. Ég gæti sagt ykkur allskonar sniðugt um hvað þessi iPad Air fái „lánað“ úr iPad Pro, og hvernig þessi iPad Air sé betrum bættur frá eldri gerðum Air línunnar, (sem hann er) en í grunnin, og til að vera alveg hreinskilinn… Þá er iPad Air 4 bara iPad Pro 10,9″.

iPad Air 4 mun styðja Apple Pencil 2nd gen, og fær 10,9″ iPad Magic Keyboard. TouchID verður einnig í boði á honum, en í stað þess að hafa það á gamla góða home takkanum, mun það eiga heima á lock takkanum, en þetta er fyrsta varan frá Apple sem inniheldur TouchID á lock takkanum. Við megum búast við því að hann verði aðeins ódýrari en Pro týpurnar. Eintóm gleði þar á bæ.

 

 

 

Við fáum líka að sjálfsögðu nýjan iPad 2020, sem mun vera enn hraðari en 2019 týpan. Það verður ekki mikill munur á þeim útlitslega séð nema í stað A10 örgjörvans, verður A12 örgjörvinn sem er hraðari og inniheldur „Apple neural engine“.

 

 

 

Apple One er ný áskrift í boði Apple. En hún virkar þannig að nú munt þú geta greitt minna verð fyrir Apple áskriftir sem þú vilt vera með í eina greiðslu, í stað þess að greiða fyrir hvert og eitt app. Sem dæmi inniheldur ódýrasta Apple One áskriftin Apple Music, Apple TV+, Apple Arcade og 50 GB af iCloud geymsluplássi, á aðeins 14.95$ (21,2$ ef maður greiðir fyrir þetta allt eitt og sér).

 

 

Fitness+ er eitthvað sem allir ættu að skoða, og þá sérstaklega þeir sem hafa áhuga á hreyfingu. Fitness+ mun gefa notendum aðgang að æfingar myndböndum, allt frá lyftingum, yoga, styrktaræfingum, dans tímum, og marg fleira. Það sem gerir notkunina persónulegri en áður er að þú munt geta horft á myndband í öllum Apple tækjunum þínum með Fitness+ appinu, og fyrir hverja grein þá eru sérstakir Fitness+ þjálfarar sem drífa þig áfram í gegnum æfingarnar, í hverri viku mun svo koma uppfærð æfingarplön svo það sé alltaf eitthvað nýtt fyrir alla að prófa. Fitness+ verður í boði fyrir aðeins 9,99$ á mánuði, eða 79,99$ fyrir árið. Notaðu Fitness+ með Apple Watch, AppleTV eða í iPhone, þú ræður!

iOS 14 kom út í kjölfarið á Apple kynningunni, og má lesa um það hér.

iPhone 12 kynningunni var frestað þangað til í október, og bíðum við enn spenntari fyrir henni. Við munum að sjálfsögðu uppfæra ykkur um stöðu mála þegar nær dregur þeirri kynningu, og verður iPhone 12 að sjálfsögðu í boði í hillum Maclands í vetur.

Fleira skemmtilegt