Apple kaupir sýningarrétt að MLS

15. júní 2022

Apple keypti nýverið sýningarréttinn að MLS-deildinni í fótbolta, eða Major League Soccer, fyrir tvo og hálfan milljarð Bandaríkjadollara. Það samsvarar tæplega 332 milljörðum íslenskra króna. Apple hefur greinilega meiri áhuga á fótbolta en við héldum. Samningurinn er gildur næstu 10 árin, eða til ársins 2032, en mun þjónustan þó ekki vera í boði fyrren snemma á næsta ári, 2023.

Strax á næsta ári munu áhugamenn á bandarískum fótbolta geta horft á alla leiki MLS-deildarinnar. Apple ætlar að streyma öllum leikjunum í öllum Apple tækjum, iPhone, iPad, MacBook, AppleTv og fl.* En einnig verður hægt að skoða hápunkta, endursýningar og fleira í MLS appinu, hvenær sem er. Þjónustan verður þannig uppsett að í gegnum Apple TV+ munu aðdáendur geta sótt sér MLS appið og fengið sér áskrift þaðan. Ekki er enn vitað hvort að maður þurfi að greiða auka gjöld fyrir MLS appið, eða hvort að það sé innifaldið í Apple TV+ áskriftinni.

Til þess má gamans geta að í MLS-deildinni spila nú þrír íslenskir leikmenn, en það eru þeir, Arnór Ingvi Traustason með New England Revolution, Róbert Orri Þorkelsson með CF Montréal og Þorleifur Úlfarsson með Houston Dynamo.

Það verður gaman að fylgjast með þessari þróun næstu árin hjá Apple, og vonandi mun íþrótta áhugin hjá Apple stækka enn meira, og við fáum að sjá samskonar samninga við önnur félög í framtíðinni. En fyrst má Apple endilega opna fyrir Apple TV+ á íslandi, það væri góð byrjun.


*iPhone, iPad, Mac, Apple TV 4K, og Apple TV HD; Samsung, LG, Panasonic, Sony, TCL, VIZIO, og önnur smart sjónvörp; Amazon Fire TV og Roku tæki; PlayStation og Xbox leikjatölvur; Chromecast með Google TV; og Comcast Xfinity. Einnig verður hægt að horfa á MLS-deildina á tv.apple.com.

Fleira skemmtilegt