16″ Munaðarleysingi

24. febrúar 2020

Ath!
Munaðarleysingja vantar heimili! 

Nú í dag barst okkur hér í Maclandi munaðarleysingi. Hún er korn ung og þarf að komast inná hlýtt og gott heimili fagmanns. Hún nýtist vel í vinnu, og getur byrjað strax. Hún hefur hraðar hendur og hugsar á ljóshraða. Hún getur tekið að sér allt að sextíu og fjögur þung verkefi í einu og man allt sem henni er sagt, og það fer alls ekki mikið fyrir henni. Hún er amerísk að uppruna, en er reiprennandi í öllum tungumálum heimsins.

Vinsamlegast hafið samband við síma 580-7500, eða sendið okkur póst á [email protected], við lofum skjótum svörum og bíðum spennt að heyra frá ykkur. Áríðandi að hún fái heimili sem fyrst.

En svona í ALVÖRUNNI! Þá erum við ekkert að grínast með þessa vél.

Macbook Pro 16″ Space Grey með 2,3GHz 8-Core i9 9th Gen örgjafa, 64GB RAM/vinnsluminni, 2TB SSD diskur og AMD Radeon Pro 5500M 8GB skjákort! Það er danskt lyklaborð á vélinni, en það ætti ekki að stoppa neinn fagmann í verki, eða eins og danir segja „bare drik carlsberg og hold kæft“… Svona eins og Mads vinur okkar.

Þetta er sturluð vél sem við fengum óvænt á lagerinn okkar og langar okkur rosalega mikið að hún eignist gott líf hjá góðum eiganda. Svo til að vitna í gamlan Macland snilling, þá er það að sjálfsögðu FKFF. (e. fyrstur kemur fyrstur fær) #kingkoon

Smelltu hér til að klára kaupin

Fleira skemmtilegt