10 hlutir sem ég ætla að nota AirTags fyrir

30. apríl 2021

Apple setti loksins, LOKSINS, hin margumbeðnu, AirTags á markaðinn sem Apple kynnti á Spring Loaded viðburðinum 20. apríl síðast liðinn. AirTag var eitt af nokkrum nýjungum sem kynnt voru á viðburðinum, annað, og jafn spennandi var að sjálfsögðu  nýr iMac M1, og uppfærslur á eldri vörum, iPad Pro 2021, iPhone 12 Purple og AppleTV 4K með nýrri Siri remote.

Apple hefur vissulega tekið sér nægan tíma til að fullkomna AirTag, en Tile og fjöldi annarra GPS flaga hafa verið á markaðnum í næstum áratug. Apple nýtur engu að síður verulegs forskots þrátt fyrir að vera seint í leiknum, sökum þess að virknin í AirTag er margfallt betri en sú sem nú er á markaðnum.

Eiginleikar

 

Ummál

AirTags eru lítil og létt. Hvert AirTag er um 31,9mm í þvermál og 8mm á hæð og vegur aðeins 11 grömm. AirTag er kringlótt, eins og lítil pilla í laginu, (hugsaðu treo, nema fallegra) en mögulega varð hringur fyrir valinu til að aðgreina Apple frá aðal keppinautnum, Tile Mate sem er þykkur ferningur.

Precision Finding

AirTag notar Ultra Wideband (UWB) tækni, sem einungis er í boði í iPhone 11, iPhone 12 og AppleWatch Series 6. UWB gerir AirTag kleift að leiðbeina þér beint að merktum hlut með því að sýna bæði fjarlægð og rétta stefnu á iPhone 11 eða 12 símanum þínum, svoldið svona eins og að spila kaldur heitari heitur… Apple tilkynnti ekki drægni AirTag en ég ímynda mér að hún sé ekki minni en hjá Tile Mate, sem er um 40m og á Tile Pro í kringum 60m.

Ping it. Find it

Þegar AirTag er sett upp geturðu athugað núverandi eða seinustu staðsetningu þess á korti sem birtist í símanum. Ef að AirTag týnist, og þá hluturinn sem það er fest á, og það er innan Bluetooth vegalengdar þá mun Find My appið spila hljóð frá innbyggðum hátalara í AirTag til að hjálpa þér að finna það. Þú getur líka notað Siri til að finna týnda hluti… Hey Siri, hvar er hundurinn minn!?

„FindMy“ net

Apple mun geta nýtt allan Apple alheimin af næstum 1 milljarða Apple notenda til að hjálpa þér að finna týnda hlutinn þinn. AirTag virkar þannig að með því að senda út öruggt Bluetooth boð geta þá nærliggjandi tæki í FindMy netinu hjálpað símanum þínum að staðsetja týnda hlutinn þinn. Apple tryggir um leið að allt ferlið sé nafnlaust og dulkóðað til að vernda friðhelgi þitt, og þeirra í kringum þig.

Þetta er sá eiginleiki sem gæti hjálpað Apple að sýna yfirburði sína gagnvart keppinautum á markaðnum. Tile notast einnig við „crowdsourcing“ sem reiðir sig á notendur sem eru með Tile appið í símanum sínum. Þrátt fyrir að Tile sé með stærsta hópinn á slíku neti hingað til, verður Apple fljótt að komast framyfir þá tölu, miðað við að mun fleiri nota Apple vörur en eru með Tile appið.

Lost mode

Lost mode er það sem þú virkjar í FindMy ef þú hefur týnt hlut með AirTag. Þegar að tæki á „FindMy netinu“ finnur það, þá færð þú tilkynningu um leið. Einnig er líka mögulegt að stilla það þannig að sá sem finnur AirTag geti fengið upplýsingar þínar með því að setja símann sinn upp við AirTag, og þá les sími viðkomandi upplýsingarnar í gegnun NFC búnaðinn í símanum, sami búnaður og gerir okkur kleift að borga með símanum t.d.

Persónuvernd

Við vitum að margir munu hafa áhyggjur af því að fólk geti nú farið að fylgjast með öðrum með því að smella AirTag á þig, í töskuna þína eða bílinn… Til þess að koma í veg fyrir óæskilega rakningu mun iPhone síminn þinn senda viðvörun ef óþekkt AirTag ratar í þínar eigur. Ef þú átt í erfiðleikum með að finna þessa óþekktu AirTag mun það byrja að „pinga“ eða pípa til að láta þig vita hvar það er. Þetta er það sem að Apple hefur t.d fram yfir aðrar GPS flögur.

Uppsetning

Eins og með AirPods og önnur Apple tæki er einstaklega auðvelt að setja AirTag upp. Þú einfaldlega heldur því upp við símann og iPhone síminn þinn skynjar það og leiðir þig svo áfram í uppsetningarferlið. Þar stillir maður einnig hvert AirTag fyrir sig… Lyklar, taska, bíll, hundur…

Líftími rafhlöðu

CR2032 „hnappa“ rafhlaðan í AirTag endist í eitt ár. Þú getur síðan skipt um hana sjálf/ur. iPhone mun síðan láta þig vita þegar það þarf að skipta um rafhlöðu.

Viðnám

AirTag er ryk, skvettu og vatnsheld. Vatnsheldni er allt að 1 metri í 30 mínútur (IP67).

Verð

AirTags kosta hjá Macland 5.990 kr. fyrir 1stk, og 4stk í pakka eru á 19.990 kr. Þetta er dýrara en Tile Mate, en það sem Apple hefur framyfir Tile er að notendur Tile þurfa að vera í áskriftar þjónustu til þess að geta notað allskonar eiginleika sem eru AirTag notendum fríir.

Hlutir sem ég ætla að setja AirTag á

Listinn minn er örugglega ekkert frábrugðinn öllum öðrum listum, eða því sem að fólk hefur verið að nota GPS flögur hingað til. En hann mun kannski hjálpa þeim sem eru ekki alveg með þetta á hreinu og vilja fá hugmyndir. Apple sýnir líka hér frábærlega hvernig AirTag virka, og gefa manni nokkrar hugmyndir á hlutum sem maður gæti notað AirTag í.

Þetta eru 10 hlutir sem ég mun líklegast nota AirTags á:

 

Lyklar – Augljósasta notkun AirTag, eins og sýnt er með fylgihlutunum sem voru hannaðir fyrir akkúrat það, lykla.

Peningaveski – Það virðist vera rökrétt að setja AirTag í peningaveskið. Auðvitað. Við eigum það til í að týna því. AirTag nýtist þó síður gegn þjófnaði á veskinu þar sem að það er ekki auðvellt að dulbúa AirTag og gæti þjófurinn auðveldlega fundið AirTagið og hent því. En er maður nokkuð með veskið lengur á sér í dag? Halló Apple pay <3 (og stelur fólk veskjum á Íslandi?)

Taska – Að fela AirTag í bakpoka, skjalatösku, hliðarpoka eða stóru veski er hinsvegar mun einfaldara, og mjög sniðug notkun á AirTag að mínu mati.

Fjarstýring – Annar hlutur sem hefur tilhneigingu til að hverfa á mjög svo dularfullan hátt á heimilinu. (Þessi þörf gæti minnkað með nýju Siri fjarstýringunni, sem vonandi verður eina fjarstýringin sem við þurfum í framtíðinni.)

Úlpan – Ég var ekki að kaupa mér úlpu á 180 þúsund krónur frá 66° norður til þess að fara að týna henni, takk fyrir. Miðað við úlpu-æðið sem við Íslendingar höfum tileinkað okkur, þá er úlpan held ég sniðugur staður fyrir AirTag. (Og já, það er mikið úlpuæði á Íslandi, taktu eftir því í vetur)

Farangur – Þetta mun minnka ferðakvíðann minn mjög mikið, þar sem ég mun ekki þurfa að hafa eins miklar áhyggjur af farangurstöskunni minni lengur. Ég gæti auðvitað passað töskuna mína betur, en kommon, ég þarf að skoða smá í fríhöfninni og svona.

Hjólið – Það verður ekkert mál að stinga AirTag undir hnakkinn eða inní stýrið kannski. Miðað við hvað maður sér marga hjólalása en ekkert hjól við ljósastaura í Reykjavík, þá veit ég að þetta mun vera vinsæll staður til að setja AirTag á.

Bíllinn – Það er liðin tíð að ráfa um bílastæðið í leit að bílnum mínum, eða taka mynd af bílnum á bílastæðinu í Smáralind eða Leifsstöð. Nú set ég AirTag í hanskahólfið og leyfi FindMy að benda mér beint á hann.

Hundur/Köttur – Þetta ætti eigilega að vera efst á listanum mínum… það er fátt jafn sárt í hjartað og þegar loðnu vinirnir okkar láta sig hverfa á vit ævintýranna og koma svo ekki heim. Ég gæti mögulega þjálfað hundinn minn í að koma alltaf heim þegar hann heyrir pípið í AirTag þegar ég stilli það á Lost mode… Ég held samt ekki, hann er of vitlaus.

Maki/Vinir/Börn – Apple hefur greinilega miklar áhyggjur af hugsanlegri misnotkun á friðhelgi einkalífsins með AirTag, eins og löng skýring á AirTag og persónuvernd í fréttatilkynningu frá Apple sýnir. Ég hef það hinsvegar ekki í hyggju að elta neinn. En ég held þó að það gæti verið sniðugt að makar/börn eða vinir noti AirTag, með samþykki hvor annars, á t.d. tónleikum, utanlandsferðum, eða á fjölmennum samkomum. Þá væri auðveldlega hægt að finna hvert annað ef að einn aðilinn týnist eða t.d. þú ferð að pissa á tónleikum og makinn þinn fer á barinn, svo byrjaði allt í einu uppáhaldsslagið ykkar, og makinn þinn hljóp inn og nú veistu ekkert hvar hann er…

Kæri lesandi, ég vona að þessi listi komi þér að notum, ef ekki, þá þakka ég samt sem áður fyrir tímann og samveruna. Macland mælir með AirTag, og ég verð líklegast búinn að líma þetta á allar mínar eigur um helgina. Þú getur verslað AirTag og aukahluti hér.

Fleira skemmtilegt