AirPods Max

Vörunúmer: mgyn3zm/a

AirPods Max er algjör bylting í hljóðheimi Apple. Þau sameina nýja spennandi möguleika í hljómgæðum og einfaldleika hinna gríðarvinsælu AirPods.


Hreinsa
Lagerstaða
  • Kringlan
  • Vefverslun

Hönnun og útlit

AirPods Max eru framúrskarandi hvað varðar þægindi. Þau eru hönnuð þannig að þú finnir sem minnst fyrir þyngslum eða þrýsting á höfði, teygjanleg og lofta vel á milli höfuðs og heyrnatóla. Stálramminn er umvafinn mjúku efni með eiginleika styrks, teygjanleika og þæginda. Hreyfanlegir armar sem auðvelt er að lengja í svo þau passi sem best við höfuðlagið þitt.

 

 

Hljómgæði

Í AirPods Max sameinast Hi-Fi hljómgæði og einhver besta suðeyðing sem völ er á. Í hvorum hátalara er H1 örgjörvinn, sem er sérhæfður í hljóðvinnslu. Hann reiknar út samspil fjölmargra atriða (utanaðkomandi hávaði, einangrun) og lætur allt hljóma hreint og tært. Bíóhljóð getur t.d. hljómað eins og það sé alltumlykjandi. Til þess að útiloka umhverfishljóð nota heyrnatólin sex míkrafóna sem greina hljóðið í umhverfi þínu og aðra tvo míkrafóna sem mæla það sem þú ert að heyra. Vel fóðraðir míkrafónar eru notaðir til að einangra rödd þína í símtölum og virka mjög vel þó svo að veðrið sé vindasamt.

 

 

Rafhlöðuending

Þegar heyrnatólin eru sett í hulstrið þá fara þau sjálfkrafa í sparneytið ástand til að tryggja endingu rafhlöðunnar. Fullhlaðinn AirPods Max skila þér 20 klukkustundum af hlustun, kvikmyndaglápi eða taltíma, hvort sem þú ert með kveikt á „Active Noise Cancellation“ eða „Spatial Audio.“ Þú hleður þau einfaldlega í gegnum Lightning tengið og 5 mínútur í hleðslu skila þér einni og hálfri klukkustund af hlustun.

 

Hvað er í kassanum

AirPods Max
Hulstur
USB-C to Lightning Kapall