Uppfæra tölvuna? Ný rafhlaða í símann?

Skrifað þann af Hörður Ágústsson

Ef þú ert með iPhone, Makka eða iPad sem er ekki að standa sig eins og hann á að gera þá viljum við vita af því.

Lífið er of stutt til að sætta sig við það að síminn drepi á sér upp úr þurru eftir 3 ára notkun. Það þarf líklega bara að skipta um rafhlöðu. Verð á slíkri viðgerð er 8.990 upp í 16.990 eftir því hvaða iPhone þú ert með.

Sjá verðskrá

Lífið er allt of stutt til að vera að vinna í tölvu sem er allt í einu orðin mjög hæg og leiðinleg, hvort sem þú ert í skóla að skrifa ritgerð eða vinna í grafík alla daga. Það þarf líklega bara að skella SSD í tölvuna eða upfæra vinnsluminnið, þ.e. ef hún er fartölva frá árunum 2010-2012 eða iMac frá 2010 til 2015.

Sjá vörur í vefverslun

Þetta eru auðvitað bara dæmi um hvað gæti verið að gerast í tækjabúnaðinum þínum. Svo eru önnur vandamál til, t.d. þau sem eru ekki augljós. Vélbúnaður er í topp standi, en græjan er samt hundleiðinleg. Þá gæti hugbúnaðurinn verið að stríða þér.

Hafðu samband við okkur á verkstæðinu

Í stuttu máli. Græja frá Apple sem er ekki að standa sig eins og þú vilt að hún geri, sama hvort um sé að ræða tölvu, síma eða spjaldtölvu, er ekki eðlilegt ástand. Reynsla okkar síðan 2010 sýnir að í langflestum tilvikum er hægt að gera nokkurra ára gamla græju virkilega góða og í mörgum tilvikum betri en nýja (t.d. með SSD disk og/eða stækkuðu vinnsluminni).

Hlökkum til að heyra frá þér.

Þessi grein er merkt: Blogg