Tilboð á verkstæði

Skrifað þann af Ísak Róbertsson

Það getur verið erfitt að eiga við tölvurnar stundum. Þær eiga það til að verða hægar, ekki gera eins og þeim er sagt eða verða sýktar af internet veiru, og verða í kjölfarið erfiðar og lítið sem meðalmaðurinn getur gert annað en að horfa uppá greyið makkann versna og versna, hann byrjar á að senda þér skrítnar beiðnir, hiksta upp óútskýranlegum meldingum, endurtekur sig oft, endurtekur sig oft, endurtekur sig o… og fer að hreyfa sig hægar, þangað til einn daginn gefst hann upp. Makkinn er í óráði, veit ekki hvort að hann sé að koma eða fara og biður þig á endanum um að kippa sér úr sambandi því sársaukinn er orðin of mikill. Ekki fögur sjón að sjá.

 

Svo eru til makkar sem fá oft mikilmennsku brjálæði. Þeir byrja sem ósköp saklausar verur, en með tímanum verða þeir gráðugari, og heimta meira veldi. Þeir neita að taka við upplýsingum þangað til að þú, kæri eigandi, eða það er það sem makkinn vill að þú heldur að þú sért, þó svo á þessum tímapunkti þá vitum við öll að það er makkinn sem á manninn, en ekki öfugt, en þá ferð þú kæri “eigandi” og dælir í hann stærri og sterkari vinnsluminni, örgjörvum og geymsluplássi þangað til að hann er orðinn fullsaddur og sáttur með nýja veldið, og tekur við öllum þínum upplýsingum og lætur þér líða illa með þína eigin vitneskju, því hann veit hlutina áður en þér dettur þá í hug. Það er power.

 

Það sem við erum að reyna segja þér kæri lesandi, er það að ef þú átt eitt stykki svona fínan makka, þá erum við, Macland, með verkstæðið fyrir þig. Þessa dagana standa líka yfir frábær tilboð á uppfærslum og ísetningum. Það hljómar svona.

 

iMac 21″ late 2012-2017 SSD uppfærsla:

120GB 30.475 kr
fullt verð 39.970

250GB 34.475 kr
fullt verð 44.970

500GB 43.475 kr
fullt verð 55.970

1TB 52.475 kr
fullt verð 66.970

ATHUGIÐ! Fyrir 2012 árgerðina þarf hitaskynjara 4.990 kr. fullt verð 6.990 kr.

iMac 27″ late 2012-2017 SSD uppfærsla

120GB + AdaptaDrive 34.965 kr
fullt verð 46.960

250GB + AdaptaDrive 39.465 kr
fullt verð 51.960

500GB + AdaptaDrive 47.465 kr
fullt verð 62.960

1TB+ AdaptaDrive 57.465 kr
fullt verð 73.960

ATHUGIÐ! Fyrir 2012 árgerðina þarf hitaskynjara 4.990 kr. fullt verð 6.990 kr.

Frí ísetning á vinnsluminni fyrir iMac 27″

Tilboð á fartölvum:

MacBook Air og MacBook Pro
Straujun + uppsetning + rykhreinsun = 7.495 kr.