Sumarliturinn í ár er Coral

15. maí 2019

Við ætlum að vera coral lituð í sumar gott fólk. Það voru gleðifréttir þegar Apple kynnti til leiks nýju iPhone XR símana í fyrra. Þú gast loksins fengið X símann í öðrum lit en geim-gráum, silfruðum eða kampavíns gulli. Coral liturinn var valinn litur ársins í ár af Pantone, en þar fékk hann nafnið Living Coral, og væri því skandall að eiga ekki iPhone XR í lit ársins.

Nú fer af stað sprengja hjá okkur í Maclandi, en Coral litaði XR síminn er á tilboði hjá okkur sem hljóðar svo:

iPhone XR 128GB var á 134.990 kr.
Verð núna 114.990 kr.

iPhone XR 256GB var á 149.990 kr.
Verð núna 124.990 kr. 

Versla iPhone XR hér

Síminn er gullfallegur einn og sér, en það er ekki verra að smella honum í hulstur og fyrir þá sem vilja iPhone XR á þessu magnaða verði en eru ekki hrifnir af þessum fallega lit (hvað er að ykkur?) þá eru hulstrin hjá okkur alls ekki af verri endanum.

 

Fróðleiksmoli dagsins: Það var árið 1911 sem að rússneskur abstrakt listmálari að nafni Wassily Kandinsky skrifaði í bók sinni um andlega list: „Appelsínuguli liturinn er eins og maðurinn, sannfærður um sín eigin völd“. Viti menn, öld síðar frá skrifum Kandinsky, situr ákveðinn coral litaður maður við völd í hinum vestræna heimi.

Versla iPhone XR hér

 

 

Fleira skemmtilegt