Spring loaded – Fyrsta Apple kynning ársins

23. apríl 2021

Nú á dögunum hélt Apple fyrstu kynningu þessa árs, Spring loaded, og kynntu þar nýja iMac í 7 litum (já, SJÖ litum!), nýtt AppleTV 4k með nýrri Siri remote, nýjan lit í iPhone 12 flóruna, iPad Pro 2021 með M1 örgjörva! (takk Apple) og AirTags, en aðdáendur Apple hafa beðið eftir þessum litlu pillum í mörg ár, kannski 3, eða 2, eða 1… 1 ár er mjööög langur tími í Apple heiminum. Áður en að ég breyti þessu í uppistand þá ætlum við að demba okkur í þetta og fara yfir þessar nýjungar.

iMac!

iMac hefur ekki fengið andlitslyftingu í rúm 14 ár, eða frá því að Apple sagði bless við plastið og fór yfir í álið. Ekki hefur mikið meira gerst síðan 2007 í iMac málum, og eru því þessar breytingar kærkomnar eftir að hafa haldið sig við silfurlitinn öll þessi ár, þá hefur Apple loksins sýnt sinn rétta lit (eða liti). Nýju iMac tölvurnar minna óneitanlega á eitt af elstu iMac sem Apple gerði, já, við erum að tala um nammilituðu, túbu iMac G3 sem komu á markaðinn árið 1999. Já kæri lesandi, það eru 22 ár síðan, ekki 11. Við erum orðin gömul, get over it. En Apple hefur ekki gert litaðar tölvur síðan að iMac G3 hætti í framleiðslu, (silfur, grátt og gull er ekki litur). Þetta vekur upp svolitla fortíðarþrá í okkur, sem hefði ekki getað komið seinna miðað við ástandið sem vakir enn yfir heiminum, og engin ástæða að tölvurnar okkar þurfi að ýta undir þessa gráu veröld með grátóna, köldum litum, er það? Satt að segja þá er löngu kominn tími á að við fáum litaðar, og líflegar tölvur í lífið okkar aftur.

Apple grínast ekkert þegar það kemur að nýjungum. Með komu M1 örgjörvanum opnuðust dyr Apple all verulega, og eru nú möguleikarnir endalausir. Á myndinni fyrir ofan sjái þið hliðarmynd af nýju iMac, já ég veit. Vá. Þetta er eitt af því sem Apple getur einungis gert útaf M1 örgjörvanum. Tölvan er aðeins 11,5mm að breidd, sem er veruleg breyting frá eldri tölvunum. Það sem er einnig nýtt í iMac er meðal annars:

  • Tölvurnar eru nú 24″ að stærð, og hafa Apple hætt framleiðslu á 21″. Við munum líklegast fá stærri iMac seinna á árinu, eða næsta ári. Spennandi.
  • 8 kjarna M1 örgjörvi er í þeim öllum
  • Allt að 16GB „unified“ vinnsluminni.
  • 1080p FaceTime HD myndavél, sem sýnir frábæra og skýra mynd þökk sé því sem að Apple kallar M1 ISP
  • Allt að 2TB geymslupláss
  • Nýtt og endurhannað Magic Keyboard með TouchID, ný Magic Mouse og TrackPad. Að sjálfsögðu í nýju litunum. (ekki verður hægt að kaupa þetta sér, og mun TouchID einungis virka með M1 vélum)

 

 

AirTags!

Nú getum við loksins kastað frá okkur lyklum, veskjum, hundum, töskum og… hverju týnir maður meira? Allavega það skiptir ekki máli því með AirTags týnist ekkert aftur! AirTags var fyrst kynnt fyrir nokkrum árum en hvarf svo undir radarinn og hafa Apple unnendur beðið spenntir eftir þessum litlu gps pillum. En AirTags munu eflaust létta mörgum okkar lífið, allavega mér. Hvar eru helv.. lyklarnir mínir?

AirTags virka þannig að þú setur þau á þá hluti sem þú vilt geta fundið í FindMy appinu, og notast það við það sem Apple kallar „Precision Tracking“ (aðeins virkt á iPhone 11 og upp), en Precision Tracking sýnir þér nákvæma staðsetningu, með vegalend og í hvaða átt þú átt að leita.

 

AppleTv 4K!

AppleTv 4K fékk veglega uppfærslu, en samhliða nýjum örgjörva sem á að styðja enn betri mynd og hljóðgæði, kemur ný Siri remote. Hún er kröftugri og betri en sú gamla, og svo er hún líka flottari. Eða það finnst mér, látum það samt kannski eiga sig.

Það kemur einnig ný uppfærlsa á stýrikerfinu í AppleTv, sem hægt er að keyra á eldri tækin, svo að allir geti upplifað það nýja sem AppleTv hefur uppá að bjóða, en það er t.d color balance. En með color balance er hægt að nota iPhone sem „lita lesara“, og með því finnur AppleTv út hvaða litir eiga best við útfrá því sem síminn nemur, svo að myndefnið sem þú ert að horfa á birtist þér í þeirri lita stillingu sem virkar best.

iPhone 12 Purple!

Við látum held ég bara myndirnar tala fyrir sig… Þetta er fallegasti síminn frá Apple. Punktur. Við getum ekki beðið eftir að fá hann í sölu hjá okkur. Kannski tökum við alla aðra síma úr sölu og seljum einungis þennan. Mögulega breytum við Macland litnum yfir í þennan fjólubláa lit… Það er aldrei að vita. Gjörið svo vel. Horfið. Dáist. Frelsist.

Nú er það bara að bíða. Við áætlum að vita meira á næstu dögum og vikum varðandi dagsetningar fyrir þessar vörur.

Á kynningunni nefndi Apple að nýju vörurnar verði tilbúnar í seinni helming maí mánaðar („Available second half of May“) þannig að við erum að vonast til að fá fyrstu sendingar fyrir lok maí. Við munum á næstu dögum (vonandi) geta sett upp forpöntunarkerfi í vefverslun sem hefur reynst okkur vel. Fylgstu því endilega vel með á macland.is og á Facebook/Twitter/Instagramminu okkar því við munum tilkynna þetta mjög vel á þeim miðlum.

Áfram Apple! Áfram Macland, og áfram þú!

Fleira skemmtilegt