Spark í rassinn

29. ágúst 2017

Flott fyrirsögn, ekki satt? Það er samt ástæða fyrir því. Allt frá því ég byrjaði að nota Apple vörur þá hefur Mail forritið frá Apple verið eins og hælsæri þegar ég fer út að skokka (skokka samt aldrei) eða sólbruni þegar ég er í sólarlöndum og skelli mér í sjóinn.

Apple Mail er fyrir mér óþægindi í annars mjög fínum aðstæðum og Apple á skilið spark í rassinn fyrir að hafa gert Mail verra með hverju árinu. Ok. Þá er búið að segja það og nei við ætlum ekki að ræða iTunes hér. iTunes er fínt.

Allt frá því Mailbox kom út snemma árs 2013 varð ég spenntur. Virkilega spenntur. Þarna var loksins  komið póstforrit sem ætlaði að breyta leiknum og sú varð raunin. Að geta „snoozað“ tölvupóst og léttleiki forritisins almennt var æðislegt. Hraðar og áhugaverðar uppfærslur héldu manni við efnið. Einnig kom fljótlega desktop útgáfa af Mailbox sem leyfði manni að kveðja Mail frá Apple „endanlega“.

Fljótlega var Mailbox keypt af gagnarisanum Dropbox en seint á árinu 2015 var tilkynnt um að Mailbox yrði lokað þann 26.febrúar 2016. Síðan þá hef ég reynt allskonar. Ég hef prófað Airmail, Polymail, Mail Pilot og Spark. Við ætlum að tala aðeins um Spark.

Spark er gefið út af fyrirtækinu Readdle og kom á markað þann 29.maí 2015. Ég prófaði það snemma en fannst það ekki nálægt Mailbox í gæðum og fyrst Mailbox var að hætta þá ákvað ég að skipta í Mail.

Í stuttu máli þá hefur líf mitt aldrei verið verra en á þeim tíma sem ég skipti aftur yfir í Mail. Guð minn góður hvað ég mun aldrei fara til baka, a.m.k. þar til Spark hættir að vera til. En já, við erum að tala um Spark.

Ég elska Spark. Spark gerir allt sem ég þarf í tölvupóstforriti. Það er hratt, létt og nett. Ég get svarað pósti í Apple úrinu mínu, iPhone, iPad, tölvunum mínum. Get notað þjónustu allra þessara fyrirtækja á myndinni. Allir glaðir.

Ég get líka fengið snjallar tilkynningar, t.d. ef ég vil bara fá að vita þegar ákveðnir aðilar senda mér póst. Einnig get ég tengt Spark við t.d. Dropbox, Box, iCloud Drive, One Drive, og Google Drive. Tær snilld, og að lokum þá er leitarvélin í Spark stórkostleg, hröð og einföld. Og já, ég get stillt allt frá útliti og virkni Spark alveg eftir mínu höfði. Yndislegt.

En af hverju er ég að skrifa þessa grein? What is the deal?

Spark gerir eitt sem ekkert annað póstforrit getur gert. Ég get læst Spark með Touch ID og/eða passcode. En af hverju ætti ég að vilja það? Jú ég vil ekki að aðrir en ég komist í tölvupóstinn minn. Ef ég leyfi börnunum mínum eða vinum að nota símann þá eru í raun öll forrit opin, t.d. Facebook, Twitter, allskonar öpp sem ég er ekkert ofboðslega hrifinn af.

Af öllum þeim póstforritum sem ég hef notað á ævinni er Spark það lang, lang, langbesta sem ég hef notað. Virkar á öllum þeim tækjum sem ég nota daglega og því til viðbótar þá er hægt að læsa því með lykilorði og/eða Touch ID.

En það besta af öllu við Spark er að það er ókeypis. Þú tapar því engu á að prófa. Mundu bara að hugsa hlýlega til Macland þegar þú byrjar að elska Spark.

Ef ég vil nota Touch ID

Ef ég vil nota lykilorð

Ef ég vil svara með Emoji. Virkar líka á úrinu.

„Snooze“ er hægt að stilla eins og þú vilt.

Spark fyrir tölvur er stílhreint og nett. Innbyggt calendar sem er líka plús.

Já og var ég búinn að minnast á að Spark er snilld á öllum tækjum frá Apple?

Svo er hægt að stilla allskonar í forritinu eins og þú vilt. Hint hint Apple.

Svo nýtir Spark sér að sjálfsögðu Touchbar á nýjustu MacBook Pro fartölvunum

 

Fleira skemmtilegt