Sögur af viðskiptavinum Macland

26. júlí 2017

Hann Sigurður kom til okkar í lok júní og pantaði hjá okkur 15″ Macbook Pro með ákveðnum breytingum. Slíkar breytingar taka 3-4 vikur að koma út úr framleiðsluvél Apple. Sigurður var á leið erlendis í sumarfrí og tókum við sameiginlega sénsinn á að panta tölvuna og vonuðum að hún yrði komin áður en hann færi út.

Svo var ekki. 3 vikur liðnar, tölvan ekki komin, og Sigurður fór til Frakklands.

Auðvitað kom svo tölvan þegar 4 vikan var að byrja en nú voru góð ráð dýr. Hvernig kemur maður tölvu til Sigurðar í Frakklandi án þess að

  • það taki of langan tíma
  • hún týnist
  • hún skemmist
  • Sigurður þurfi að borga toll/gjöld af henni í Frakklandi

Við höfðum samband við snillingana í DHL (Hrafn fær sérstakt shout out frá okkur) sem tjáðu okkur að þetta væri ekkert mál. „Kíktu bara með tölvuna, við finnum út úr þessu“. Nákvæmlega það sem við elskum að gera fyrir okkar viðskiptavini og elskum að heyra frá þeim sem við vinnum með.

Tölvan fór til DHL á þriðjudeginum 25.júlí. Í dag, 26.júlí var hún mætt á dyrakarminn hjá Sigurði í Suður-Frakklandi.

Við elskum að veita góða þjónustu, stundum þurfum við smá hjálp við það og því fannst okkur tilvalið að henda í góðan „takk DHL“ póst því í þessu máli voru þau okkur ómetanleg.

Meðfylgjandi eru myndir af tölvunni og auðvitað Sigga sjálfum, en hann var gríðarlega þakklátur fyrir snögga og góða þjónustu. Macland og DHL segja bara takk sömuleiðis og óskum tölvunni og Sigga góðrar ferðar heim.

  

Fleira skemmtilegt