Skjáir fyrir fagaðila – reynslusaga

Skrifað þann af Hörður Ágústsson

Erfið fyrirsögn, en samt nokkuð lýsandi. Ekki gefast upp!

Allt frá því þegar ég steig mín fyrstu skref í Apple heiminum með kaupum á G4 400Mhz Apple Cube tölvu þá dáðist ég að því hvað allt virkaði snuðrulaust saman. Þetta var svo vel hönnuð græja að ég gat meira að segja ekki notað Cube hátalarana með öðrum tölvum eða tækjum (/Kaldhæðni).

Svo liðu árin og alltaf var ég með Apple skjá á borðinu mínu. 20″ Cinema skjá, svo 23″ Cinema skjá en aldrei gerðist ég svo frægur að eignast 30″ Cinema skjá. Árið 2011 gaf Apple svo út skjáinn sem einkenndi öll skrifborð hjá mér og væntanlega flestum Apple “fagaðilum” næstu árin. 27″ Thunderbolt Display.

Hér koma nokkrar myndir upp á nostalgíufaktorinn.

        

Þetta eru náttúrulega guðdómlegir skjáir, en einhvern veginn missti Apple fókusinn á skjáunum. Fókusinn fór æ meir í átt að iOS tækjunum með þeim afleiðingum að “fagaðilar” eða “Apple NERDS” eins og einhverjir myndu vilja kalla það upplifðu skort á ást frá Apple. Þar á meðal ég.

Ég var búinn að vera með Retina skjá á fartölvunni minni síðan 2012, en var ekki með Retina skjá á skrifborðinu mínu. Gamli góði 27″ Thunderbolt skjárinn sinnti þó alltaf sínu starfi vel, en þegar 4K og 5K skjáir fóru að poppa upp út um allt var maður farinn að horfa ansi gramur á pixlana á 27″ skjánum sínum.

Svo ákvað Apple að byrja að selja 4K og 5K skjái frá LG. Þeir komu aldrei formlega til landsins og ekki bendir neitt til þess að það breytist. Ennþá þarf ég að nota minn úldna 27″ Thunderbolt skjá.

En nú rofar loksins til í þessum málum. Þessir 4K og 5K skjáir sem poppuðu upp voru flestir að nota HDMI sem tengingu og beið ég spenntur eftir fyrsta USB-C eða Thunderbolt 3 skjánum.

Hann er loksins kominn. Yndislegar 27″ tommur af fegurð og skýrleika. LG 27″ UHD IPS skjár sem ég þarf bara að tengja við tölvuna með einni snúru á hverjum morgni, og viti menn í skjánum er nægur kraftur til að hlaða 15″ 2018 Macbook Pro tölvuna mína. Ein snúra, ekkert vesen.

Verðið skemmir heldur ekki fyrir, 129.990.

Smelltu hér til að skoða meira um skjáinn í vefversluninni okkar.

Ps. afsakið langa sögu, ég þurfti bara að koma þessu frá mér svona.

Kveðja,
Hörður “fagaðili”

Þessi grein er merkt: Blogg