Siri Shortcuts

2. október 2018

Í nýjasta stýrikerfinu iOS 12 hefur Apple bætt við nýjum eiginleika með appi sem heitir Shortcuts.
Þetta er forrit sem þú getur notað til að búa til þínar eigin flýtiskipanir, sem þú til dæmis getur stjórnað með Siri.

Sem dæmi geturðu valið um flýtileið til að hringja í einhvern ákveðinn aðila og valið svo að nota Siri. Þá geturðu tekið upp sjálfan þig að segja „call mom“ eða eitthvað svipað og síminn þinn hringir í mömmu þína. Nú og ef þú átt Tesla bíl þá geturðu sem dæmi sagt „Hey Siri, I’m going out“, og þá slökkna ljósin heima hjá þér, iRobot ryksugan fer í gang og Tesla bíllinn þinn kveikir á sér og bakkar út úr stæðinu.

Í myndbandinu hér að neðan er hægt að sjá allskonar hluti sem hægt er að gera með þessu skemmtilega appi og hugmyndaflugið er það eina sem getur stoppað þig.

 

Fleira skemmtilegt