Peek Performance

8. mars 2022

Apple Studio

Apple kynnti Mac Studio og Studio Display, tvær splunkunýjar vörur frá Apple sem við sjáum lenda von bráðar! Annars vegar 27″ 5k skjá sem við Apple notendur höfum verið að bíða eftir og hins vegar Mac Studio vélina sem er fáanleg með glænýjum M1 Ultra örgjörva sem er sá öflugasti í sögunni! Fyrir þá allra kröfuhörðustu er möguleiki á því að tengja allt að þrjá Studio Display við MacBook Pro 14″ og MacBook Pro 16″ vélarnar. Skjárinn sér um að hlaða vélina þína með 96w krafti og þar af leiðandi hraðhleður hann 14″ vélina þína!

iPad Air M1

Loksins með M1 örgjörva, öflugri en nokkru sinni fyrr! Kemur í fimm gullfallegum litum, með 5G á ógnarhraða og 12mp myndavél. Apple Pencil 2nd Gen og Magic Keyboard eru fullkomnar viðbætur við iPad Air M1. Sérstaklega þegar það er nýjasta viðbótin í tækjasafnið þitt.

iPhone SE 3

Glænýr iPhone SE með sama örgjörva og iPhone 13 línan, A15 Bionic. Þetta er frábær sími fyrir þá sem vilja mesta hraðann og gamla lúkkið á sama tíma. Sterkasta gler sem gert hefur verið fyrir iPhone bæði á framhlið og bakhlið símans. Verður fáanlegur í þremur litum, Midnight, Starlight og (PRODUCT)RED.

Nýir litir á iPhone!

iPhone 13 og iPhone 13 Pro verða nú fáanlegir í grænum lit! Sömu eiginleikar og á hinum iPhone 13 og iPhone 13 Pro símunum nema græni liturinn er komin til að vera og lífgar svo sannarlega upp á litaúrvalið. iPhone 13 Green og iPhone 13 Pro Alpine Green gjörið svo vel.

Fleira skemmtilegt