Nýr iPad Pro 2020!

19. mars 2020

“Þín næsta tölva er ekki tölva”
Svona hljómaði fyrirsögn Apple þegar þau kynntu til leiks næstu kynslóð af iPad Pro!

iPad Pro kemur í tveimur stærðum og tveimur litum (Silver og Space Gray) eins og forveri sinn. Báðar stærðir eru með edge to edge Liquid Retina skjá sem þýðir að allur ramminn er skjár og enginn home takki eins og við erum orðin vön. iPad Pro 11″ er með 2388 x 1668 skjá á meðan iPad Pro 12.9″ er með 2732 x 2048 skjá. Eins og í 2018 módelinu styður hann Face ID í gegnum svokallað True Depth Camera kerfi og þú notar einfaldlega andlitið til þess að aflæsa tækið.

Myndavélar eru bæði að framan og að aftan. Báðar stærðir koma með 7-megapixel myndavél að framan (Selfie) og tveimur linsum að aftan, þá annars vegar 12MP víðlinsu og 10MP súper víðlinsu.

USB-C tengi er á iPad Pro bæði fyrir hleðslu og USB-C breytistykki. Það er því hægt að tengja hann við 4K og 5K skjái. USB-C tengið á iPad Pro er líka hægt að nota til að hlaða tæki eins og iPhone og Apple Watch!

Nýjasti örgjörvinn sem heitir A12Z Bionic inniheldur 8-kjarna GPU og 8-kjarna CPU og er hraðari en nokkru sinni fyrr! Með þessum nýja örgjörva mun 2020 módelið duga í allt að 10 klukkustundir á einni hleðslu. Aðrir kostir þessa nýja tækis er stuðningur við WiFi 6 og gigabit LTE fyrir 4G tækin. Geymslupláss valmöguleikarnir eru margir eða frá 128GB upp í 1TB. iPad Pro 2020 styður Apple Pencil 2nd Gen sem hleðst einfaldlega með því að leggja hann upp við iPad Pro og segull festir hann við.

Apple hannaði nýtt Magic lyklaborð sem inniheldur trackpad, baklýsingu og scissor switch útgáfu af takkaborðinu með 1mm “key travel” Lyklaborðið seglast við iPadinn sem er stillanlegt þannig þú getir stillt stöðu iPadsins í allt að 130 gráður og dugar til þess að verja iPadinn þegar hann er ekki í notkun. Lyklaborðið er væntanlegt í maí.

Fleira skemmtilegt