Nýjar vörur og uppfærsla á vefverslun.

23. janúar 2019

Máni, sölustjórinn okkar, var að uppfæra vefverslunina með nýjum vörum ásamt því að endurraða flokkum þannig að nú þarf ekki lengur mastersgráðu í kjarneðlisfræði til að finna millistykki fyrir iPad. Úff, það var sko kominn tími á þetta. Takk Máni!

En já við vorum að fá í hús smá skammt af nýjum vörum sem við erum ansi spennt fyrir. Byrjum á einni klassík, en mælum með að þú lesir til enda, rúsínan er í pylsuendanum, eða já… einmitt.

Mujjo – hanskar fyrir snertiskjá

Við vorum með svona hanska til sölu fyrir nokkrum árum en þeir voru ekki mjög næs. Þessir hanskar eru frá Mujjo sem er framleiðandi sem við höfum nýlega verið að taka inn meira af vörum frá. Mujjo sérhæfir sig í hulstrum, töskum og nú snjallhönskum. Eða sko, hanskarnir eru ekkert sérstaklega snjallir, það er síminn og eftir atvikum notandinn sem er snjall. Hanskarnir gera þér kleift að gera tvennt í einu.

  1. Vera hlýtt á höndunum
  2. Nota iPhone/iPadinn þinn á sama tíma og þér er hlýtt
  3. Það er stórkostlegt.

Smelltu hér til að skoða Mujjo – hanska fyrir snertiskjá

 

Apple Watch 4 – 40mm Nike/Black Band

Apple Watch series 4 kom út seint á síðasta ári og var langvinsælasta varan okkar fyrir jólin 2018. Vinsældirnar hafa svo haldið áfram árið 2019 og ekki skemmir fyrir að Nike úrin eru byrjuð að lenda hjá okkur í takmörkuðu magni þó til að byrja með.

Smelltu hér til að skoða Apple Watch – Nike

Orbit – Wallet með hleðslutengi

Hver kannast ekki við að vera með veski í vasanum sem getur ekki hlaðið símann? Það er óþolandi, en nú er komin lausn á þessu aldagamla vandamáli með tilkomu Orbit veskisins er með 2500mAh rafhlöðu og gefur kærkomið boost á símann þegar mest reynir á.

Nokkrir spennandi punktar varðandi Orbit veskið

  • Tæknilegasta veski sem við höfum séð
  • 2500 mAh hleðslubanki
  • Ef veskið er ekki í augnsýn, láttu það pípa í gegnum símann þinn.
  • Ef veskið fer úr 30m fjarlægð við þig þá færðu meldingu í símann með seinustu staðsetningu veskisins.
  • Selfie takki á veskinu sem virkar fyrir myndatökur í allt að 30m fjarlægð.

 

Smelltu hér til að skoða Orbit hleðsluveskið

 

Baseus USB-C 28w Quick Charger

28W hleðslutæki sem getur hlaðið iPhone, iPad og 12″ MacBook. Lítið og nett en fáránlega kraftmikið. iPad Pro sem kom út seint árið 2018 þarf einmitt svona kraftmikið hleðslutæki, og hleður iPhone símann þinn mun hraðar en hleðslutækið sem fylgir símanum.

Smelltu hér til að skoða USB-C 28W Quick Charger

 

Click & Grow Smart Garden

Ef þú elskar garðyrkju og ert með takmarkað pláss þá er þetta það sem þú hefur verið að leita að! Grænir fingur innilega velkomnir í Macland, en markmiðið er að gera Macland algjörlega sjálfbært land árið 2025. Ræktaðu tómata, jarðarber og margt fleira, en í startpakkanum fylgir basilíka til að koma þér af stað.


Smelltu hér til að skoða Click & Grow Smart Garden


Smelltu hér til að skoða áfyllingu á Click & Grow Smart Garden – jarðarber eða tómatar

 

Eins og vitur aðili sagði eitt sinn „If you want to be happy for a month, get married. If you want to be happy for the rest of your life, become a gardener“

Fleira skemmtilegt