Ný uppfærsla á firmware fyrir AirPods Pro

5. maí 2020

Í dag gaf Apple út uppfærslu á „firmware“ eða fastbúnaðaruppfærslu fyrir AirPods Pro. Fyrri útgáfa var 2C54 eða 2B588 (mismunandi eftir því hvort þú náðir að uppfæra þau í desember 2019) og nýja útgáfan er 2D15.

Enn er ekki vitað hvað nákvæmlega er í þessari uppfærslu en hluti notenda hefur kvartað yfir því að Active Noise Cancellation versnaði eftir að 2C54 var gefið út í desember síðastliðnum. Þar sem uppfærslan fer ekki inn með því að ýta á hnappinn „upgrade“ þá þarf að fylgja nokkrum skrefum til að setja þetta í gang.

Til að athuga hvaða firmware er á þínum AirPods Pro þarf að fylgja þessum skrefum hér:

  • AirPods Pro eru tengd við tækið þitt
  • Opnaðu Settings
  • Smelltu á General
  • Smelltu á About
  • Smelltu á AirPods (ef þú sérð ekki AirPods þarna um miðjan skjá þá eru þau ekki tengd)
  • Kíktu á textann í „Firmware Version“

Apple gaf út 2C54 uppfærsluna í desember en kippti henni aftur úr umferð, þannig að sumir notendur eru með 2C54 en aðrir eru enn á 2B588.

Það er engin skýr aðgerð til að framkvæma þessa uppfærslu en hún kemur inn þráðlaust í gegnum tengda iOS tækið þitt. Þú þarft að setja AirPods Pro í boxið, hafa þau í hleðslu og svo hafa þau „pöruð“ við iPhone eða iPad-inn þinn. Þá ætti iOS tækið fljótlega að henda inn uppfærslunni.

‌AirPods Pro‌ fastbúnaðaruppfærslur eru sendar út til að bæta frammistöðu, laga villur og breyta/bæta við notkunarmöguleikum. Apple gefur ekki út neinar upplýsingar um hvað er í þessari uppfærslu en fastlega má gera ráð fyrir því að hún sé ekki send út að ástæðulausu.

Eins og með allar uppfærslur frá Apple þá mælum við með því að þessi sé sett inn, en við munum svo komast að því á næstunni hvað nákvæmlega hún er að laga/bæta þar sem Apple gefur ekki út upplýsingar tilgang uppfærslunnar. Það kom ekki uppfærsla á aðrar tegundir af AirPods í dag.

Fleira skemmtilegt