Ný og betri AirPods

Skrifað þann af Ísak Róbertsson

 

Airpods hafa nú loksins fengið þá uppfærslu sem þau eiga skilið. Þar á meðal þráðlausa hleðslu og “Hey Siri”. Þau endast lengur í tali og hlustun með nýrri Apple H1 flögu sem býður einnig uppá hraðari og stöðugri þráðlausa tengingu. Það er lítill sem enginn munur á hönnuninni, eina breytingin er sú að nú er ljósið framaná boxinu, þannig að maður þarf ekki að opna það endalaust til að athuga stöðuna á tengingunni.

 

“Hey Siri” er örugglega það sniðugasta sem við fáum í þessari uppfærslu. Nú þarftu aldrei að taka upp símann aftur. Þú einfaldlega segir “Hey Siri, how do I get to Macland?” og Siri leiðir þig í ljósið. Þú getur einnig spurt Siri hversu mikið er eftir af hleðslunni. Þú einfaldlega segir “How’s the battery on my AirPods?”

Fleiri möguleikar með “Hey Siri”
– “Call my sister”

-“Play my TGIF playlist” (aðeins með Apple Music)

-“Turn up the volume”

og margt fleira.

Þráðlausa tengingin er orðin ennþá hraðari. Þau tengjast allt að tvisvar sinnum hraðari á milli tækjanna þinna og einnig er símsvörun í AirPods orðin hraðari. Einnig ef þú hefur gaman að því að spila leiki í símanum þínum þá er hljóðtíminn (e. latency) orðin mun minni. Þetta er gott fyrir þá sem spila Fortnite á síma. (þið ættuð ekki að spila Fortnite í símum). Þannig hvort sem þú ert að hlusta á tónlist, podcöst eða að spila leiki, þá gerirðu það núna með ennþá betri hljómgæðum.

 

Afhverju ættirðu að klippa á snúruna og fá þér AirPods?

Þau eru einfaldlega miklu þægilegri, og auðveldari í notkun. Áttu iPhone 6 og bara EarPods með lightning tengi? Áttu iPhone X en bara EarPods með jack tengi? AirPods hjálpa þér að losna undan öllu svona veseni. Þú einfaldlega tengir þau í gegnum bluetooth og þarft ekki að hafa áhyggjur af tenginu á símanum. Þú stingur þeim í þig á morgnana, ferð í gegnum daginn með Siri, stingur þeim í hleðsluboxið þegar þau þurfa smá hleðslu, klárar verkefni dagsins, og smellir þeim síðan á þráðlausa hleðsluplattan eða í samband með lightning tengi yfir nóttina. Lífið þarf ekki að vera flókið, bara snúrunar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi grein er merkt: Blogg