Nánari upplýsingar um iPhone 7 forpöntun

Skrifað þann af Hörður Ágústsson

screen-shot-2016-09-07-at-19-29-38

Sæl og blessuð elsku vinir. Síðustu dagar hafa einkennst af því að svara fyrirspurnum í síma og á tölvupósti til þeirra hundruða sem hafa nú þegar forpantað iPhone 7 og 7 Plus hjá okkur.

Hér eru upplýsingar sem við viljum miðla til allra sem hafa þegar forpantað og munu forpanta á næstu dögum.

  • Allir sem hafa forpantað eru í röð, farið verður eftir þeirri röð þar til listinn er kláraður. Enginn kemst fram fyrir þessa röð.
  • Fyrsta sendingin, sem er einmitt að koma í hús í dag, er mjög takmörkuð og því fá ekki nærri því allir eintak í dag sem forpöntuðu símann.
  • Við munum hafa samband við hvert og eitt ykkar þegar við fáum nánari upplýsingar frá Apple varðandi þær sendingar sem eru á leiðinni.
  • Þeir sem fá síma í kvöld á miðnæturopnuninni munu fá símtal frá okkur seinni partinn í dag.
  • Ef þú færð ekki símtal frá okkur í dag þá er síminn þinn ekki kominn og við munum vera í sambandi um leið og við fáum nánari upplýsingar frá Apple.
  • Pöntunin þín helst inni í kerfinu okkar og við höfum samband um leið og við fáum eintak fyrir þig.

Augljóslega mun þessi póstur ekki ná til allra en ef þú þarft að hafa samband við okkur vegna forpöntunar á iPhone 7 eða 7 Plus þá er best að svara póstinum sem þú fékkst frá okkur frá verslun@macland.is þegar þú forpantaðir. Einnig erum við með skilaboðin á Twitter og Facebook opin í öllum tækjum. Það gefur okkur tækifæri á að svara öllum hratt og vel og um leið halda símalínum opnum.

Þessi grein er merkt: Blogg